Skólahreysti 2010

Skólahreysti 2010 Grunnskóli Siglufjarðar tók þátt í árlegri keppni skólahreysti  11. mars 2010. Skólinn hefur verið með yfirburði í keppninni síðustu ár

Fréttir

Skólahreysti 2010

Hér er skemmtileg mynd af keppendum skólans ásamt skólastjóranum henni Jónínu Magnúsdóttur.
Hér er skemmtileg mynd af keppendum skólans ásamt skólastjóranum henni Jónínu Magnúsdóttur.

Grunnskóli Siglufjarðar tók þátt í árlegri keppni skólahreysti  11. mars 2010. Skólinn hefur verið með yfirburði í keppninni síðustu ár og hefur alltaf komist í úrslitakeppnina. Hefð er fyrir því að undankeppni fari fram innan skólans þar sem nemendur berjast um það hver keppir fyrir hönd skólans. Liðið er skipað fjórum nemendum úr skólanum og voru þau Hilmar Símonarson, Hannibal Páll Jónsson, Guðrún Ósk Gestsdóttir og Sigríður Dana Stefánsdóttir sem fóru og kepptu fyrir liðið. Krakkarnir æfðu af kappi í líkamsræktinni í nokkra mánuði fyrir keppnina.


Keppnin fór svo fram eins og áður sagði þann 11. mars og stóðu krakkarnir sig feikilega vel. Hilmar Símonar náði frábærum árangri og vann báðar sínar greinar en hann keppti í upphífingum og dýfum, enda var hann búinn að æfa grimmt fyrir keppnina. Hann tók 32 upphífingar og 40 dýfur sem er frábær árangur. Guðrún Ósk keppti í armbeygjum og hreystigreipi en hún hefur keppt fyrir skólann síðastliðin fjögur ár. Hún vann armbeygjukeppnina með 58 armbeygjum og varð í 3. sæti í hreystigreipinu. Eftir þessar fjórar greinar var skólinn okkar í 1. sæti með 38 stig af 40 mögulegum. Var þá komið að hraðabrautinni en brautin er gífurlega erfið og krefst mikils  þol til að klára hana. Hannibal og Sigga luku brautinni á 3:40 sek sem verður að teljast góð frammistaða. Þessi góði árangur gaf skólanum fjölmörg stig og tryggði liðinu okkar 3. sætið.
Við fyrir hönd skólans viljum þakka keppendum fyrir góða frammistöðu.

10. bekkur.


Athugasemdir

12.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst