Sköpun heimsins rædd í sunnudagsskólanum
Mikið var gaman hjá krökkunum meðan séra Sigurður kenndi þeim um sköpun heimsins. Saga sem hefði að öllum líkindum tekið sex daga ef ekki hefði verið fyrir dygga aðstoð barnanna en þau hlupu til þegar jarðhræringar gerðu vart við sig á söguspjaldinu. Fyrsti dagur sunnudagsskólanns var sem fyrr skemmtilegur og hresandi, bæði fyrir foreldra og börn.
Í þetta sinn fengu feðurnir að reyna sig fyrir framan frábæra áhorfendur og syngja um hermann Krists við mikið lófaklapp. Eftir mikla áreynslu karlmannanna var hungrið farið að segja til sín og þennan fyrsta sunnudagsskóla haustsins var boðið uppá vöfflur á kirkjuloftinu. Eflaust voru börnin jafn ánægð og feðurnir en þeir hafa þó líklega sjaldan verið jafn duglegir við að bera veigar fyrir ungviðinn.
Hermaður Krists
Krakkarnir taka duglega undir hjá séra Sigurði.
Sköpun heimsins rædd á skemmtilegum nótum á skemmtilegu myndspjaldi.
Á sjöunda degi skapaði guð manninn í sinni mynd.
Sumir voru mjög ánægðir að heyra af vöfflunum sem biðu á kirkjuloftinu.
Athugasemdir