Skríll á þingi
Þráinn Bertelsson hefur kallað þjóðina fábjána. Framkoma
sumra þingmanna í ræðustól á Alþingi síðustu mánuðina heftur oft komið á
óvart og orðið tilefni til fréttaflutnings. Góðlátleg samlíking væri
"skrílslæti á heimavistarskóla".
Til að stjórna landinu í gegnum erfiðustu tíma í sögu þjóðarinnar voru
kosnir til verksins þingmenn sem hegða sér sumir hverjir
álíka ábyrgðarlaust og krakkar sem hafa verið sendir á
heimvistarskóla fyrir vandræðaunglinga.
Sjaldan launar kálfurinn ofeldið. Hvort sem það er rétt hjá Þráni að þjóðin sé fábjánar eða ekki þá erum við allavega nógu vitlaus til að borga háttvirtum þingmanninum tvöföld laun. Annarsvegar sem listamanni og hinsvegar sem þingmanni.
Sjá nánar hér
Athugasemdir