Skrímslaleit Sigga Ægis

Skrímslaleit Sigga Ægis Jeremy Wade fær Sigga Ægis til að hjálpa sér við að veiða skrímsli.

Fréttir

Skrímslaleit Sigga Ægis

Skrímslaleit Sigga Ægis

Jeremy Wade fær Sigga Ægis til að hjálpa sér við að veiða skrímsli.

Jeremy Wade heitir maður sem er búinn að þvælast um heiminn síðustu 30 árin til þess aðallega að reyna að veiða furðuskepnur sem sagnir herma að lifi í vatni eða sjó. Það er búið að gera marga þætti og sjónvarpsseríur með honum og þessu áhugamáli hans.

Ég persónulega hef fylgst aðeins með honum síðustu árin og þættirnir hans er mjög skemmtilegir og fræðandi og hafa bæði verð sýndir á Animal Planet og Discovery Channel sem Sjónvarp Símans hefur verið að sýna.

Og þegar maður kemur til Íslands til þess að ná svona furðuskepnum hvað er þá betra en að hafa með sér eitt stykki prest? Og sá prestur er enginn annar en séra Sigurður Ægisson. Hann er nefnilega ekki bara guðfræðingur að mennt heldur einnig þjóðfræðingur og ritaði bókina Íslenskar kynjaskepnur sem kom fyrst út 2008 og önnur prentun 2011. Hann var sérstaklega beðinn um að koma suður og vera með í þessu ævintýri, þegar allt var tekið upp í fyrrasumar. Gaman að segja frá því svona í leiðinni að bókin var tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis. Einnig skrifaði hann bók um hvali við Ísland, sem gefin var út árið 1997 á íslensku, ensku og þýsku, og svo aðra árið 2008, sem út kom á íslensku og ensku; sú var um hvali í öllu Norður-Atlantshafi.

Eftir því sem ég kemst næst á að sýna þennan skrímslaþátt með Sigga Ægis miðvikudagskvöldið 5. júní sem er akkúrat í kvöld, og á Discovery Channel. Mig dauðlangar allavega að sjá þennan skrímslaþátt með Sigga Ægis og ætla að reyna eftir fremsta megni að missa alls ekki af honum.

presturinn

Hvaða skrímsli sem er væri nú alveg drulluhrætt við þennan prest.



Athugasemdir

24.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst