Slasaður sjómaður
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 13.11.2010 | 00:01 | Bergþór Morthens | Lestrar 895 | Athugasemdir ( )
Mánaberg ÓF - 42 eitt af skipum Rammans kom til hafnar á Siglufirði í gær með slasaðan skipverja.
Á heimasíðu Rammans kemur fram að maðurinn meiddist á hendi við vinnu um borð í skipinu þegar það var á veiðum í vondu veðri úti fyrir Norðurlandi síðdegis á fimmtudaginn.
Siglt var með manninn til Siglufjarðar og þar sem hann var lagður inn á sjúkrahús.
Í fyrstu var óttast að hann hafði handarbrotnað en sem betur fer reyndust meiðsli mannsins minni en talið var og var hann útskrifaður af sjúkrahúsi í gær.
Á heimasíðu Rammans kemur fram að maðurinn meiddist á hendi við vinnu um borð í skipinu þegar það var á veiðum í vondu veðri úti fyrir Norðurlandi síðdegis á fimmtudaginn.
Siglt var með manninn til Siglufjarðar og þar sem hann var lagður inn á sjúkrahús.
Í fyrstu var óttast að hann hafði handarbrotnað en sem betur fer reyndust meiðsli mannsins minni en talið var og var hann útskrifaður af sjúkrahúsi í gær.
Athugasemdir