Slumdog millionaire eftir Vikas Swarup í bíó.
Nú hefur þessi saga verið kvikmynduð og myndin er sýnd í kvikmyndahúsum borgarinnar. Ég fór að sjá hana með hálfum huga, því oft valda þær kvikmyndir vonbrigðum sem byggðar eru á metsölubókum. Kvikmynd er ólíkur frásagnarmiðill og hefur aðrar áherslur. Mikilvægi þess sem augað nemur og eyrað er hægt að leika sér með í kvikmyndun en rithöfundurinn hefur sína frásagnargáfu til að spila á hljómborð tilfinninga lesandans. Útkoman verður allt annarskonar listaverk.
Myndin varð sigurvegari Golden Globe verðlaunanna núna 2009.
Söguþráður kvikmyndarinnar: hinn 18 ára gamli Jamal Malik er á sigurbraut í indversku útgáfunni af “Viltu vinna milljón?”. Hann þarf bara að svara einni spurningu í viðbót til að vinna 20 milljónir þegar gert er hlé á upptökum þáttarins yfir nótt. Þá er lögreglan kölluð til því mörgum þykir of ótrúlegt að munaðarleysinginn Jamal, sem ólst upp í fátækrahverfum Mumbai, skuli komast lengra í þættinum en betur menntaðir, greindari og ríkari þátttakendur en hann. Er Jamal svindlari? Eða er það hrein tilviljun að hann fékk spurningar sem hann kunni svörin við; svör sem hann hefur lært á sinni viðburðaríku ævi. Þessar vangaveltur skýrast þegar Jamal segir sögu sína og stóra spurningin er: býr ævisaga Jamal yfir svarinu við síðustu spurningunni í þættinum?
Leikstjórar: Danny Boyle & Loveleen Tandan
Handrit: Simon Beaufoy & Vikas Swarup
Leikarar: Dev Patel, Anil Kapoor, Saurabh Shukla, Rajendranath Zutshi & fl.
Athugasemdir