Smá viðhöfn

Smá viðhöfn Það hefur ekki farið framhjá neinum sem síðuna www.sksiglo.is skoðar í dag, að miklar breytingar hafa orðið á útliti síðunnar. Auk þess koma

Fréttir

Smá viðhöfn

Veislusjórinn á fullu
Veislusjórinn á fullu
Það hefur ekki farið framhjá neinum sem síðuna www.sksiglo.is skoðar í dag, að miklar breytingar hafa orðið á útliti síðunnar. Auk þess koma fleiri að ritstjórninni nú en áður þegar “karlinn var einn í brúnni”
Hægt er að sjá hver er ábyrgur fyrir hverri færslu, en nafn viðkomandi er ofan við hverja frétt eða tilvik, ásamt dagsetningunni sem sett er inn.

Síðan var uppfærð sl. laugardag með viðhöfn í Skálarhlíð á Siglufirði að viðstöddum flestum vistmönnum elliheimilisins og nokkrum fleirum sem mættu.

Þar var boðið upp á kaffi og kleinur að gömlum íslenskum sið, ásamt staupi af guðaveigum, þeim  sem vildu.

Athöfnin hófst með ávarpi framkvæmdastjórans Guðlaugs Guðleifssonar, þá var Guðný Ósk falið að smella á síðutengilinn og  opna síðuna formlega, hún ávarpaði gesti af því loknu. Þá færði framkvæmdastjórinn henni  blómvönd frá stjórn félagsins fyrir að hafa umborið frávik húsbóndans vegna ljósmyndasafnsins og síðunnar, síðustu áratugina.

Þá flutti bæjarstjórinn Þórir Kr. Þórisson stutt ávarp og í  leiðinni afhenti hann formlega fyrir hönd bæjarstjórnar lénið www.siglo.is að gjöf og er nú sama hvort notað er veffangið www.siglo.is eða www.sksiglo.is til að fara inn á síðuna. Þá kynntu þeir félagar Guðlaugur og Steingrímur fyrir viðstöddum innihald og tilhögun síðunnar, meðal annars Ljósmyndasafn Siglufjarðar sem er og verður stærsta umfang síðunnar, myndir frá gamalli tíð og er hvatt til að þeir sem þekkja láti vita.
Einnig varða þarna “vídeó klippur” sem nú verða annað slagið þegar tilefni er til komið á vefinn undir flipanum Hreyfimyndir. Þar má nú finna ma. smá klippu með myndum sem Sveinn Þorsteinsson tók við ofan nefnt tilefni.
 
Aðstandendur síðunnar og Ljósmyndasafns Siglufjarðar, sem áður en langt um líður verður stofnað sem sjálfseignarfélag, til að halda utanum, varðveita og skrá ljósmyndir sem safninu berast.
Eru allir sem sjá sér fært og vilja að gamlar ljósmyndir og filmur sem kunna að leynast í fórum fólks, lofi safninu að njóta í áðurgreindum tilgangi. 
Daglega verður settur fjöldi gamalla ljósmynda inn á síðuna.



Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst