Smalað á Siglunesi í janúar

Smalað á Siglunesi í janúar Það hlýtur að teljast óvanalegt að halda útá Siglunes og smala kindum í janúar en Óðinn Rögnvaldsson hóaði saman í hóp vaskra

Fréttir

Smalað á Siglunesi í janúar

Haraldur smali Björnsson
Haraldur smali Björnsson

Það hlýtur að teljast óvanalegt að halda útá Siglunes og smala kindum í janúar en Óðinn Rögnvaldsson hóaði saman í hóp vaskra manna og einn hund til að sækja 4 kindur sem menn vissu að dvöldu þar en náðust ekki í haust. Smölunin gekk vonum framar sagði Haraldur smali Björnsson léttur á fæti er hann skundaði með ær eina eftir bryggjunni.



Kindurnar voru vel haldnar eftir vistina á nesinu en voru heldur ódælar eftir að uppá bryggju kom og settu Harald næstum í sjóinn. Myndirnar hér að neðan er teknar er smalarnir koma til hafnar.



Óðinn stýrir Gústa í höfn.



Haraldur smali hefur bundið einn og einn bát við bryggju.



Þarna var smalinn næstum farinn í sjóinn.



Jón og Jóhannes úr Fljótunum voru til halds og trausts enda vanir smalar.



Þessi vildi ekki lengra enda búin að hafa það gott á Siglunesi.



Haraldur í blautum kossi, Hulda í símanum og Kjartan hjálpar til.



Uppí í bíl og inní Fljót.

Og svo þurfti að þvo ferjukostinn rækilega

Athugasemdir

12.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst