Sniglaveislan í SR

Sniglaveislan í SR Ég kíkkađi á SR-Vélaverkstćđi síđasta föstudag og fékk ađ skođa ţađ sem ţeir (og ţćr) eru ađ gera. Fyrst af öllu fór ég til Pálínu Páls

Fréttir

Sniglaveislan í SR

Pálína Páls gaf mér leifi til ađ skođa strákana
Pálína Páls gaf mér leifi til ađ skođa strákana

Ég kíkkað á SR-Vélaverkstæði síðasta föstudag og fékk að skoða það sem þeir (og þær) eru að gera. Fyrst af öllu fór ég til Pálínu Páls til þess að fá leyfi til að kíkja á strákana og stelpuna hinu megin, og að sjálfsögðu að taka eina mynd af Pálínu.

Um leið og ég kom inn á verkstæðið lifnaði yfir öllum og allir sem einn (eða ein) settu upp sparibrosið. Það var sama í hvaða horn var litið það var allt á fullu og allir skælbrosandi til mín (sem ég hef nú ekki vanist hingað til, ekki einu sinni heima hjá mér,nema frúin hafi verið að kaupa sér eitthvað óþarfa fatadót eða dæturnar búnar að gera eitthvað af sér). Þar er nefnilega sniglaframleiðsla. Já, ég veit, mig langar líka í grillaða snigla.

Ég tók þetta á örygginu og byrjaði að mynda Rikka frænda í bak og fyrir og dáðist eins og sannur frændi af því hvað hann væri að gera og hvað þetta væri nú allt ótrúlega flott og sniðugt. Sem þetta reyndar var hjá honum en maður bætir alltaf verulega í gullhamrana þegar ættingjar og vinir eiga í hlut, þó sérstaklega ættingjar, annars verða tóm leiðindi á næsta ættarmóti. Rikki frændi var að renna hólka, fóðringar eða upphengjur eða eitthvað álíka fyrir allskonar snigla sem eru notaðir í fullt af einhverju sem ég hef akkúrat ekkert vit á, en þetta er samt alveg þrælsniðugt og örugglega virkilega gott að eiga þetta.

Sniglaveisla

Eftir gullhamrana sem ég var búin að dreifa yfir hann frænda minn fór ég inn þar sem Gummi Einars var að renna þessa blessuðu snigla. Það munaði bara hársbreidd að það steinliði yfir mig þegar ég sá stærðina á þessu og svo leið yfir mig endanlega þegar hann sagði mér að það tæki cirka 5 klukkutíma að renna eina umferð yfir svona snigilskríli. Ég held að ég hafi ekki misskilið það að það þarf víst nokkrar umferðir á svona kríli. En þetta þarf víst að vera nákvæmt og Gummi ræðst á sniglana annað slagið með nokkuð lítið og nett rennimál eins og meðfylgjandi mynd hér fyrir neðan sýnir.

Sniglaveisla

Þegar ég var loks búin að skoða allt sem Gummi var að gera sá ég Heimi Birgis vinkandi inn í horni og bendir mér á að koma. Heimir vildi ólmur að ég tæki fullt af myndum af sér sem ég var nú bara nokkuð ánægður með og smellti af í gríð og erg þar sem hann var að sjóða í einhvern óþarfa bara fyrir myndatökuna og hann næstum því dansaði í rafsuðu-hægindastólnum í kring um mig.

Sniglaveisla

Næst var að kíkja á lagerinn sem hún Helga Óla stjórnar eins og herforingi. Og ekki veitir af þegar mikið er að gera. Þegar ég kom inn var Elmar að reyna að fá 10 forskrúfaðar skrúfur hjá Helgu til að nota í efri hæðina. Forskrúfaðar skrúfur eru víst það allra nýjasta í trésmíðinni segir Elmar og ættu helst allir að eiga eitt stk. til heima hjá sér (óstaðfest frá Elmari og ég mátti ekki hafa þetta eftir honum.)

Sniglaveisla

Eftir að allt þetta var búið, rölti ég mér út í hitt húsið. Ég fór einu sinni í Æskóferðalag þar sem var farið á ball í Hitt Húsið en ég held að það hús sé alveg löngu farið á hausinn, vildi bara deila þessum óþarfa upplýsingum með ykkur, ykkur svona til yndisauka og til þess að gera söguna ennþá meira spennandi og skemmtilega. En jæja höldum áfram. Á röltinu yfir í hitt húsið heyrði ég 2 kappa ræða saman og brasa í öðru húsi en hinu húsinu. Það er nefnilega fullt af húsum og hurðum þarna niðurfrá. Þar voru engir aðrir en Skarphéðinn og Addi Óla. Þarna leið þeim greinilega vel. Að dunda sér í einhverjum tjakk úr peyloader (vona að ég skrifi "peyloader" rétt annars verður Skarphéðinn brjálaður). Þarna voru þeir á heimavelli. Þeir gátu spjallað um gröfur, vörubíla hvort sem þeir voru langlæstir, splittaðir, spliff,donk og gengjustýrðir eða húddararar, grindarbílar og allt þetta sem vörubílstjórar og gröfumenn tala um. Ég heyrði einu sinni 4 eða 5 flutningabílstjóra tala saman og ég skildi bara "og, dekk, gír, já, nei" og "keðjur". Ekki eitt orð annað held ég. En jæja, þetta er að verða allt of langt um vörubíla og gröfur því þetta á akkúrat ekkert að snúa að því málefni. Þarna voru þeir allavega syngjandi glaðir yfir því að fá að taka þennan tjakk í sundur, auk þess að það var föstudagur og þá hætta þeir snemma og syngja "jefferífríið" saman áður en þeir fara heim.

Sniglaveisla

Eftir þetta smellti ég mér loksins í hitt húsið og hitti á þá Sverri og Þorleif. Þeir voru að raða saman grind eða hulsu eða einhverju utan um þessa blessuðu snigla. Þar var gert, mælt og græjað saman og þetta hefur líklega verið loka hnikkurinn á því að gera snigil býst ég við, ég fann allavega ekki fleiri í sniglaframleiðslunni þarna.

Sniglaveisla

Mér var nú samt bent á að fara yfir í næstu dyr við hliðina á fyrstu dyrunum sem ég fór inn í og upp á loft, þannig að ég rölti mér af stað (það væri samt fínt að fá þarna lyftu ef ég skyldi nú ramba þarna inn aftur). Þar var nú ýmislegt í gangi. Ég held að þar sé verið að útbúa skrifstofuhúsnæði. Þar voru Elmar, Hans Ragnars, Kristján Haralds og Ágúst Orri að smíða, skera, og snikka til. Elmar var upp í stiga að forskrúfa skrúfu, Hans var að skera í sundur járn, Ágúst var að passa að Hans myndi ekki kveikja í þegar hann ólmaðist með slípirokkinn á járninu og Kristján var að vinna í stiganum upp eða niður á loftið.

Sniglaveisla Sniglaveisla

Hilmar Ellefsen og örugglega einhverjir fleiri voru að redda einhverju upp á Sauðárkróki, þannig að það væri ágætt ef þeir tækju myndir af sér til þess að senda okkur hjá siglo.is

En án alls gríns þá er SR-Vélaverkstæði og Trésmíðaverkstæði virkilega snyrtilegur og flottur vinnustaður og greinilega á mikilli snigla-siglingu. Takk fyrir að lofa mér að taka myndir SR-ingar og allt spjallið líka, það var virkilega skemmtilegt að sjá hvað þið eruð að gera.

Myndir og að hluta til upplogin saga (ég laug allavega þessu um Elmar og forskrúfuðu skrúfurnar, hann sagði þetta aldrei og örugglega eitthvað meira).

Sniglaveisla Sniglaveisla

Pálína Páls og Rikki frændi. (Rikki Hannesar)

Sniglaveisla
Upphengjuhulsan fína. Ég keypti mér eitt svona stk. Það er bara svo agalega gott að eiga svona.

Sniglaveisla Sniglaveisla
Rennibekkurinn á fullu og sniglakrílið til vinstri.

Sniglaveisla Sniglaveisla
Gummi Einars við rennibekkinn með sniglakrílinu í og með rennimálið litla til vinstri

Sniglaveisla
Heimir fór yfir allar myndirnar sem ég tók af honum og sammþykkti þessa. " Jaaaá, þessi er svolítið forstjóraleg" sagði
hann, þú mátt setja þessa inn.

Sniglaveisla

Sniglaveisla Sniglaveisla
Heimir að sjóða, ekki horfa lengi á þessar myndir. Þið gætuð fengið rafsuðublindu.

Sniglaveisla

Helga Óla passar upp á lagerinn.

Sniglaveisla
Ægir, Helga og Maggi. Ægir og Maggi voru að spyrja hvort það væri ekki að koma brauðtertutími.

Sniglaveisla 
Elmar að ná í forskrúfuðu skrúfurnar.

Sniglaveisla
Þarna heyrði ég, "jájá Ragna mín, ég kem heim í hádeginu. Neinei, ég lofa að fara ekkert að dunda mér í bílnum".

Sniglaveisla
Addi Óla og Skarphéðinn að bera tjakkinn saman. Takið eftir gleðisvipnum á þeim, bara af því þeir voru að vinna við
gröfu.

Sniglaveisla Sniglaveisla
Sverrir Elefsen og Þolli að raða þessu öllu saman til vinstri.

Sniglaveisla
Þolli og Sverrir.

Sniglaveisla Sniglaveisla

Elmar að forskrúfa og Ágúst Orri að passa upp á að Hans kveiki ekki í til vinstri.

Sniglaveisla Sniglaveisla Sniglaveisla
Hans Ragnars, Ágúst Orri og Kiddi Haralds.

Sniglaveisla
Allt á fullu gasi.


Athugasemdir

22.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst