Snillingar bæjarins! Steingrímur

Snillingar bæjarins! Steingrímur Hugsaðu þér að þú byrjaði með eitthvað áhugamál þegar þú ert 10-11 ára og svo ertu enn að læra, prufa þig áfram í nýrri

Fréttir

Snillingar bæjarins! Steingrímur

Gömul kassamyndavél
Gömul kassamyndavél

Hugsaðu þér að þú byrjaði með eitthvað áhugamál þegar þú ert 10-11 ára og svo ertu enn að læra, prufa þig áfram í nýrri tækni 70 árum seinna.

Sumir eru ekki endilega fæddir snillingar eða eru með flottar háskólagráður að státa með, en stundum hittir maður persónur sem svo greinilega vita hvað þeir eru að tala um. Hafa ekki bara lesið eitthvað í bók, heldur hafa prufað allt, gert tilraunir, fundið upp eigin tækni, tæki og tól.

Ég hitti einn svona snilling á sunnudaginn var, þið þekkið hann öll, hann heitir Steingrímur Kristinsson. Maðurinn er lifandi alfræðibók um allt sem hefur með ljósmyndun og tæknisögu ljósmyndunar að gera.


En hvað við Siglfirðingar erum heppin að hann Baldvin Einarsson (Beco) og frú urðu svo hrifin af okkar fallega firði eftir að hafa keypt sér hús hér í bæ að þau leggja fullt af vinnu og fjármagni í að stofna Ljósmyndasafn.


Sá í auglýsingu á Siglo.is að Saga fotografica er opið í dag, kíkti inn í fyrra, en þá var þetta ekki alveg tilbúið.

Stekk út úr bílnum og hleyp undan rigningunni og slít upp hurðina. Virðuleg kassamyndavél býður mér góðan daginn. Ég heyri í teiknimyndahljóði, Tom and Jerry held ég en ég sé engan Steingrím.

"Góðan daginn, Jón Björgvinsson" heyri ég sagt með hárri röddu, mér dauðbrá og sný mér við og segi:

Steingrímur! Ertu að horfa á teiknimyndir á þessu virðurlega safni ?

Það kom smá fát á minn mann og svo sagði hann afsakandi: "Nei, nei ég var bara eitthvað að fikta í þessum sjónvarpsrásum, hér á að rúlla fræðslumyndband um ljósmyndun."

Hann flýtti sér að skipta um rás og myndbandið rúllar og er mjög fræðandi, með ögur um tækniþróun, gamlar myndir af Steingrími og félögum við að framkalla og margt fleira.


Steingrímur Kristinsson, snillingur, fræðimaður og safnvörður.

Já, þarna stendur hann, maðurinn sem kenndi þeim sem seinna kenndu mér að taka myndir, framkalla, stækka og allt sem þessu fylgdi í denn.


Skjámynd úr fræðslu myndbandinu.(Í myrkrherberginu við Hvanneyrabraut 53: Július og Valbjörn sonur Steingríms)

Steingrímur! Hvernig fóruð þið eiginlega að þessu, ég meina, smáguttar og unglingar, hvar og hvaðan fenguð þið t.d. alla framköllunnarvöka og græjur, filmur og svoleiðis hingað til ykkar á norður hjara veraldar?

"Þetta var sko ekki létt, við pöntuðum allt duft  í vökvana sem við gerðum svo sjálfir beint frá Danmörku, man að við vorum alltaf að skrifa til Tollstjóra og rífast um álagningu og skatta, held að þeir hafi aldrei áttað sig á því að við værum bara einhvergir smápeijar norður á Sigló."


Gamlar filmur, passamyndavél og gömul kassamyndavél fyrir glerfilmur.

Gleymi algörlega stund og stað við að hlusta á Steingrím útskýra gamla tækni, ég er algjör ljósmynda og tækni nörd. Mér líður eins og ég sé í himnaríki fyrir ljósmyndanörda.

Maðurinn er algjör hafsjór af fróðleik og deilir með sér á auðmjúkan og mjög upplýsandi hátt.

Þetta safn með Steingrím sem safnstjóra er bara snilld. Ekki missa af möguleikanum á að hitta þennan mikla snilling og fræðimann, drífa sig í heimsók.

Oj, Steingrímur, ég er orðinn of seinn í afmæliskaffi norður í bæ og svo á ég kaffiboð seinna í Rafstöðinna við Hvanneyrará.

"Hvað býr fólk þar?" Spyr þessi eðalkarl undrandi.

Já, lestu svo bara um það á SKSigló, þú ættir að kunna eitthvað um þann miðil, slóðinn er:

Hver býr í Rafstöðinni amma

Vertu blessaður Steingrímur og takk fyrir spjallið, verð að drífa mig en ég kem fljótlega aftur.

Myndir og texti:
NB



Athugasemdir

15.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst