Snillingar bæjarins! Jón Steinar setur lit á bæinn

Snillingar bæjarins! Jón Steinar setur lit á bæinn Ég hef notið þess að búa suður á Hafnartúni 34 í sumar, sit oft úti á svölum í blíðunni á morgnana og

Fréttir

Snillingar bæjarins! Jón Steinar setur lit á bæinn

Jón Steinar setur lit á bæinn!
Jón Steinar setur lit á bæinn!

Ég hef notið þess að búa suður á Hafnartúni 34 í sumar, sit oft úti á svölum í blíðunni á morgnana og fæ mér kaffi og dáist af Hólshyrnunni. Nánast því daglega er ég truflaður í þessari morgunrútínu af túristum sem stoppa til að taka myndir. Ekki af mér heldur af húsinu sem ég bý í. Þessu gula ásamt hinum húsunum í hring því rauða sunnan við og því græna og bláa norðan við.

Þessi hús eru ein að mörgum verkum Jóns Steinars Ragnarssonar, snillingsins sem breytti húsum sem áður fyrr voru í daglegu tali Siglfirðinga kölluð "Hesthúsin" í listaverk sem fólk vill mynda. 

Þessi hús eru bara brot af því sem Jón Steinar hefur haft fingurna í með sínu einstaka lagi að draga fram fegurð eldri húsa með litum og fallegu smíðaverki.

Ég ætla ekki að vera langorður um persónu Jóns Steinars, hann er ekki maður sem vill berast á heldur lætur verkin tala. Eins og hann sagði sjálfur: "Ég er ekki sá sem stendur fremstur á sviðinu, ég sé um leiktjöldin og er vanur við að vera á bak við þau." 

Ég veit að hann hefur verið eftirsóttur atvinnumaður í kvikmyndabransanum sem og í leikhúsum stórborgarinnar og á að baki sér langan og frækilegan feril þar.

Allt þetta yfirgaf hann síðan og flutti til okkar á Siglufjörð, hér hefur hann komið að mörgum breytingum sem okkur bæjarbúum sem og ferðamenn kunna vel að meta. Hægt er að sjá það víðsvegar um bæinn að fleiri og fleiri líta til þessa stíls sem einkenna hús Jóns Steinars.

Jón Steinar er fæddur á Ísafirði 1959 og átti sérstök tengsl við Siglufjörð þegar í barnæsku og hefur alla tíð síðan haft sterkar taugar til fjarðarins. Hér vil hann búa og hér líður honum vel.

Hitti hann við Kaffi Rauðku um daginn og fyrst töluðum við saman um ljósmyndun og tækni við myndatökur. Jón Steinar er líka snilldar ljósmyndari og ákaflega kunnugur á því sviði.

Síðan fór ég að forvitnast um Ísafold, gamla frystihúsið sem greinilega er að fá stóra andlitslyftingu.

Jón Steinar hefur unnið við útlit allra húsanna á Rauðku svæðinu og gamla Ísafold er það síðasta í röðinni.

Þegar hann byrjar að lýsa þessum breytingum fara hendurnar að tala með honum eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Kemur ástríða þessa snillings augljóslega fram og þar talar maður sem kann sitt fag: "Sko þetta verður allt múrverk, fyrsta hæðin eins og hún sé hlaðin með stórum steinum og síðan........... já kannski ekki svo ólíkt virðulegum banka sem stendur við Austurstræti í Reykjavík". 

Erfitt að útskýra þessar breytingar í skrifuðum orðum svo við látum verkin tala í myndum sem Jón Steinar gaf mér góðfúslegt leyfi til að birta með þessari grein.

Ísafold


Fallegt hús við Hafnargötu



Fallegt hús við Aðalgötu



Breytingum á Genis er nánast lokið


Síðast en ekki síst það sem þessi snillingur er mest þekktur fyrir:

Hannes Boy


Kaffi Rauðka

 

Bláa húsið (Gallerí Rauðka)

Þökkum þér fyrir að fegra bæinn okkar, Jón Steinar!

Myndir: NB og Jón Steinar
Texti: NB 


Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst