Söfnun ABC barnahjálpar
sksiglo.is | Viðburðir | 06.02.2009 | 20:00 | | Lestrar 115 | Athugasemdir ( )
Nemendur úr 5. bekk Grunnskóla Siglufjarðar munu nú í febrúar ganga í hús í bænum með merkta söfnunarbauka. Að þessu sinni er verið að safna fyrir rekstri skóla sem ABC hjálparstarf starfrækir víða um heim.
Siglfirsk skólabörn hafa nú tekið þátt í að safna peningum til að byggja skóla fyrir bágstödd börn frá upphafi stofnunar íslensku ABC samtakanna.
Að þessu sinni er þörfin mest á peningum fyrir skólamáltíðum.
Vegna þess að:
• Gengi íslensku krónunnar hefur lækkað mjög mikið.
• Tekjur ABC eru í íslenskum krónum en kaupa þarf dollara til að
senda út og reka skólana og nú höfum við ekki nóg til að kaupa mat fyrir börnin.
• Við þurfum á ykkur að halda til þess að hjálpa okkur að safna fyrir
mat fyrir skólabörn.
.
Við biðjum bæjarbúa að taka vel á móti börnunum og láta eitthvað af hendi rakna ef þeir eru aflögufærir.
Siglfirsk skólabörn hafa nú tekið þátt í að safna peningum til að byggja skóla fyrir bágstödd börn frá upphafi stofnunar íslensku ABC samtakanna.
Að þessu sinni er þörfin mest á peningum fyrir skólamáltíðum.
Vegna þess að:
• Gengi íslensku krónunnar hefur lækkað mjög mikið.
• Tekjur ABC eru í íslenskum krónum en kaupa þarf dollara til að
senda út og reka skólana og nú höfum við ekki nóg til að kaupa mat fyrir börnin.
• Við þurfum á ykkur að halda til þess að hjálpa okkur að safna fyrir
mat fyrir skólabörn.
.
Við biðjum bæjarbúa að taka vel á móti börnunum og láta eitthvað af hendi rakna ef þeir eru aflögufærir.
Athugasemdir