Sögufræg SJÓFLUGVÉL

Sögufræg SJÓFLUGVÉL Það er svo sem ekki algengt að sjá fallega sjóflugvél hér í firðinum fagra en hér áður fyrr voru svipaðar vélar notaðar við

Fréttir

Sögufræg SJÓFLUGVÉL

De Havilland Beaver on Floats flýgur yfir Sigló
De Havilland Beaver on Floats flýgur yfir Sigló

Það er svo sem ekki algengt að sjá fallega sjóflugvél hér í firðinum fagra en hér áður fyrr voru svipaðar vélar notaðar við síldarleit.

Þessi fallega vél er af gerðinni De Havilland Beaver on Floats árgerð 1960 og er hún í eigu Argríms Jóhannssonar flugkappa og flugfrumkvöðuls. 

Hann og sonur hans Gunnar skreppa hingað annarslagið frá Akureyri og koma við hjá Valgeiri Sigurðssyni vini sínum sem hefur nú byggt sérstaka flotbryggju fyrir framan  veitingastað sinn Harbour House Café, svo nú getur Argrímur lagt vélinni þar og fengið sér fiskisúpu áður en hann fer heim aftur.



Fréttaritari náði að spjalla smástund við Arngrím og sagði hann sögu þessarar sjóflugvélar í stuttu máli. Vélin var lengst af í eigu Kanadíska hersins og var notuð þar sem vinnuhestur og einskonar flugtraktor, enda eru þetta sterkar og áráðanlegar vélar. Hún var síðar seld til Ameríku og síðan var hún í vinnu í Kenýa þar sem hún brotlendir og skemmdist illa. Hún var þá sett í flutninga gáma og send tilbaka til Ameríku og var þar lengi í geymslu í þessum gámum.

Ég keypti síðan vélina 2006 og var hún síðan endursmíðuð árin 2006 - 2008 í Miniapolis , síðan flaug ég sjálfur vélinni heim til Íslands, en það tók 18 daga, enda er þetta ekki hraðskreið vél.

Fréttaritari hafði heyrt orðróm á bæjarlínunni að þessi vél ætti sér líka aðra og merkilega sögu.

Nefnilega að sjálfur Harrisson Ford hefði flogið þessari vél í einni af Indíana Jones myndunum og að hún hefði einmitt brotlent í Kenýa við upptöku myndarinnar. 

Arngrímur vildi ekkert tjá sig um þetta en sagði bara að hún yrði seld til Ameríku bráðlega.

Takk fyrir spjallið og góða ferð heim til Akureyrar.

P.s. Þeir sem vilja skreppa í flugtúr með Arngrími í þessari fallegu flugvél geta horft á myndband sem til er á Youtube en slóðinn þangað er:

https://www.youtube.com/watch?v=XIC5YaKZ9_k

Sjóflugvél Argríms Jóhannssonar lagt við flotbryggjuna hjá Harbour House Café.

Valgeir Sigurðsson, Gunnar Arngrímur Arngrímsson og Arngrímur Jóhannsson.

De Havilland Beaver on Floats árgerð 1960 fljótandi við Síldarminjasafnið fyrr í sumar.

Myndir og Texti:
Jón Ólafur Björgvinsson
Fréttasími: 842 - 0089 


Athugasemdir

21.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst