Sögurnar á Síldarminjasafninu
sksiglo.is | Almennt | 18.03.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 547 | Athugasemdir ( )
Að koma við á Síldarminjasafninu er hin albezta skemmtun. Þegar ég kom
þar við fyrir stuttu síðan voru hrókasamræður í gangi og miklar pælingar og gullkornin flugu bókstaflega veggja á milli.
Páll Helgason reytti af sér gullkornin og Örlygur tók undir og ýtti
stöku sinnum við Páli með hin ýmsu málefni sem Örlygi fannst þurfa að kryfja betur.
Það er nú bara einu sinni þannig að þessir tveir, þeir Örlygur
og Páll hafa sérstakt lag á því að fá hvorn annan til að tala og segja sögur og þá oftar en ekki af hvor öðrum. Og
líklega er alltaf bætt vel í þegar sögurnar eru sagðar sem gerir þetta ennþá skemmtilegra.
Þórir hjá Herring Gesthouse var þarna líka ásamt Jóni
Andrjesi. Þórir kom með nýbakað kryddbrauð sem var alveg sérdeilis gott með miklu smjöri. Ekki það að brauðið hafi verið
slæmt án smjörsins en viðbitið gerði þetta bara ennþá betra.
Þær stöllur Aníta Elefsen og Steinunn María Sveinsdóttir sátu
þarna dolfallnar og hlustuðu af athygli á þessa visku og andans menn sem sátu þarna við borðið og ræddu allt á milli himins og jarðar
enda eru þær báðar sagnfræðingar að mennt og líklega voru þær að safna í Sagnfræðiminningabankann fyrir komandi
kynslóðir á Sigló. Ég sé fyrirsögnina á bók þeirra Anítu og Steinunnar um þá Pál og Örlyg fyrir
mér nokkurn vegin svona "Lygasögur þeirra Örlygs og Páls af hvor öðrum, óleiðréttar".
Slökkviliðstjórinn hann Ámundi Gunnarsson og Þórarinn Hannesson
hjá Ljóðasetrinu voru þarna líka og þessir kappar skemmdu nú alls ekki fyrir því að gera kaffistundina á Síldarminjasafninu
sem ánægjulegasta.
Sögurnar og skemmtilegheitin sem þarna flugu af vörum allra þessara sem ég
hef talið upp voru vægast sagt skemmtilegar og það var ekki laust við það að maður hafi verið með hláturmagaverk þegar ég
fór út.
Páll Helgason bað sérstaklega um það að ég mundi taka mynd af
Jóni Andrjesi þar sem hann stendur fyrir neðan forláta ljósakrónu, því þetta sjónarhorn minnti Pál svo ógurlega mikið
á hreindýr. Að sjálfsögðu varð ég við þeirri beiðni og myndin af Jóni er hér fyrir neðan.
Svo minnum við að sjálfsögðu á nýlega uppfærðu
heimasíðuna hjá Síldarminjasafninu sem hefur öll verið endurnýjuð og er hin glæsilegasta hér : www.sild.is









Athugasemdir