Sögusiglingar um Siglufjörð

Sögusiglingar um Siglufjörð Sögusiglingar um Siglufjörð á vegum Síldarminjasafnsins með Húna II verða sunnudaginn 2. ágúst kl. 15:00 og 17:00.Sagt verður

Fréttir

Sögusiglingar um Siglufjörð

Húni II
Húni II
Sögusiglingar um Siglufjörð á vegum Síldarminjasafnsins með Húna II verða sunnudaginn 2. ágúst kl. 15:00 og 17:00.
Sagt verður frá stöðum við ströndina, bryggjum, söltunarstöðvum og fleiru beggja vegna fjarðar. Siglingin mun taka um eina og hálfa klukkustund og verða leiðsögumenn á vegum Síldarminjasafnsins. Síldarsöltun verður kl. 16:30 á planinu við Roaldsbrakka og verður því hægt að koma beint úr siglingu á söltun, eða fara af söltun í siglingu.
Húni II er mjög vel útbúinn, hátalarakerfi skilar leiðsögn vel auk þess sem sæti eru á dekki og 50 manna veitingasalur í lest.
Forsala miða er hafin í Bátahúsinu. Verð kr. 3000.- en kr. 1500.- fyrir börn yngri en 10 ára.

Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst