Sólargeislar úr hverju andliti

Sólargeislar úr hverju andliti Eins og fram kom í hinni fróðlegu frétt/grein Örlygs  frá í gær þá er 28. Janúar hinn bókfærði sólardagur á Siglufirði.

Fréttir

Sólargeislar úr hverju andliti

Siglfirsk ungmenni á kirkjutröppunum á Siglufirði
Siglfirsk ungmenni á kirkjutröppunum á Siglufirði
Eins og fram kom í hinni fróðlegu frétt/grein Örlygs  frá í gær þá er 28. Janúar hinn bókfærði sólardagur á Siglufirði.

Ekki sást þó til hinar björtu sólar að þessu sinni þennan dag, en sólskinsgeislar sáust þó í hverju barnsandliti sem mætti á Torginið og kirkjutröppurnar á Siglufirði til að fagna deginum eins og venjulega.

Þar var sungið hástöfum og af mikilli gleði, þrátt fyrir sólarleysið.

 Hérna má sjá myndir af öllum litlu sólargeislunum við söng sinn og leik sem margir fylgdust með að venju.

Auk þess eru hér neðar nokkrar myndir sem teknar voru eftir hádegið í gær, sem sýna hluta af lífinu á Sigló þennan dag.

Þessi mynd er frá Hádeginu 28. janúar 2010, tekið frá svölum í Bakka þangað sem sólin skín venjulega 26. janúar ár hvert  þegar heiðskírt er. Eins og sjá má sást ekki til sólar.

Svo er það spurningin, hvort þeir hjá Raffó með aðstoð slökkviliðsstjóra voru þarna að reyna að bæta úr sólarmissinum, eða bara skipta um peru í einu af ljósunum við höfnina á Sigló

Þessi lyftubúnaður Slökkviliðsins kemur oft að gagni við annað en eldsvoða sem er sjaldgæfur á Siglufirði sem betur fer, og því tilvarið að hagnýta til annarra nota, sem í leiðinni virkar sem æving.

Hvað skildi það vera sem vakti svona mikla athygli þarna á bryggjuendanum framan við Síldarminjasafnið ?

Hann var frekar "þungbúinn" fjarðarkjafturinn á Siglufirð í gær, en þó er engin ástæða til að kvarta eftir alla veðursældina sem verið hefur nú í janúarmánuði


Athugasemdir

12.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst