Sólstöðugangan

Sólstöðugangan Ferðafélag Siglufjarðar stóð fyrir árlegri Sólstöðugöngu sl. föstudag. Vegna þoku varð að breyta gönguleiðinni frá því sem auglýst hafði

Fréttir

Sólstöðugangan

Mynd / Hans- Jürgen Koepp-Bank
Mynd / Hans- Jürgen Koepp-Bank
Ferðafélag Siglufjarðar stóð fyrir árlegri Sólstöðugöngu sl. föstudag.
 
Vegna þoku varð að breyta gönguleiðinni frá því sem auglýst hafði verið. Byrjað var við skíðaskálann kl. 21:30. Gengið upp skarðið að hluta og svo norður eftir fjallahryggnum og komið niður í Hvanneyrarskál.  Ferðin tók ca. 5 tíma að þessu sinni. 
 
Frábært gönguveður en því miður var heldur mikil þoka þannig að útsýnið var ekki upp á það besta. 
 
Yngsti göngugarpurinn var aðeins 10 ára og kláraði hún gönguna með stæl. 
 
Myndirnar tók  Hans- Jürgen Koepp-Bank, þýskur prófessor sem starfar nú í sumar við Háskólann á Akureyri. Hann var þarna ásamt konu sinni. Svo voru tveir Frakkar með í för. Fimm heimamenn og restin íslenskir „túrhestar“.
 
Það voru þeir Gestur Hansa og Halldór Þormar formaður Ferðafélags Siglufjarðar sem leiddu gönguna.

sólstöðugangaMynd / Hans-Jürgen Koepp-Bank

Athugasemdir

25.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst