SÖNGSKEMMTUN
Karlakór Fjallabyggðar heldur söngskemmtun í Bergi, Dalvík, fimmtudaginn 14. maí (Uppstigningardag) kl. 20.30.
Kórinn er skipaður rúmlega 20 söngmönnum frá Siglufirði, Ólafsfirði og Fljótum. Á söngskránni eru íslensk og erlend lög úr ýmsum áttum, hefðbundin karlakórslög og einnig létt og skemmtileg lög þar sem hljómsveit kórsins leikur með, ásamt nemendum úr Tónskóla Fjallabyggðar.
Stjórnandi og undirleikari er Elías Þorvaldsson og kynnir hinn fjölhæfi Friðfinnur Hauksson. Aðgangseyrir kr. 2.500.
Söngskemmtunin verður einnig á Allanum, Siglufirði, laugardaginn 16. maí kl. 20.30.
Vetrarstarfi kórsins lýkur sunnudaginn 17. maí með því að kórinn mun heimsækja vistmenn á Skálarhlíð kl. 14.00 og Hornbrekku kl. 16.00.
Stjórnin.
Athugasemdir