Sprengingin rannsökuð

Sprengingin rannsökuð Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri er mætt til Siglufjarðar til að rannsaka sprenginguna sem varð í heimahúsi við Norðurgötu í

Fréttir

Sprengingin rannsökuð

Frá vettvangi
Frá vettvangi
Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri er mætt til Siglufjarðar til að rannsaka sprenginguna sem varð í heimahúsi við Norðurgötu í gærkvöldi.

Málið er að sögn lögreglu í ransókn og hafa engar upplýsingar verið gefnar upp að svo stöddu um tildrög sprengingarinnar.



Maðurinn sem slasaðist í sprengingunni var fluttur til Akureyrar á FSA til aðhlynningar en var fluttur í kjölfarið með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Samkvæmt frétt frá dv.is liggur hann þungt haldinn á gjörgæsludeild og er tengdur öndunarvél.

Maðurinn var fluttur beinustu leið til Akureyrar í gegnum Héðinsfjarðargöng til Akureyrar á FSA og þaðan til Reykjavíkur.

Það má vel vera að þessar greiðu og öruggu samgöngur í gegnum Héðinsfjarðargöng skipti sköpum í þessu tilfelli.

Göngin eru mikið öryggisatriði fyrir íbúa á svæðinu og sannast það í þessu tilfelli.

Það þarf kannski því miður slys af þessu tagi til þess að breyta umfjöllun fjölmiðla sem virðast hafa mestan áhuga á því hversu mikill kostnaðurinn er við göngin og býsnast yfir honum - mannslíf verða ekki metin til fjárs.



Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst