SPS gefur krökkum jóladagatöl
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 02.12.2009 | 13:15 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 524 | Athugasemdir ( )
Sparisjóður Siglufjarðar hefur gert það að hefð að gefa öllum krökkum á Siglufirði, yngri en tólf ára, jóladagatal Lions.
Krakkarnir koma í bankann og sækja sér dagatalið, uppfullt af súkkulaði.
Þetta árið keypti Sparisjóðurinn 250 jóladagatöl af Lionsklúbb Siglufjarðar og styrkir þannig bæði fjölskyldur og félagsstörf í bænum. Að sögn Laugu, sem sér um að dreifa dagatölunum, eru nú um 50 stykki eftir og ferð því hver að verða síðastur að nálgast dagatalið sitt enda mátti gæða sér á fyrsta súkkulaðinu í gær.
Athugasemdir