Spurningakeppni Trölla. Úrslit
sksiglo.is | Almennt | 08.05.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 487 | Athugasemdir ( )
Síðastliðinn mánudag fór fram úrslitakeppni í spurningakeppni
Trölla
Spurningakeppnin hefur verið í gangi síðastliðna þrjá
mánuði og hafa fyrirtæki á Siglufirði verið dugleg að taka þátt og enginn skorast undan því að mæta til keppni.
Sigurður Ægisson sá um að gera spurningar fyrir þáttinn og þeir
Steini Sveins, Árni Heiðar og Hrólfur voru þáttarstjórnendur og hafa haft veg og vanda að því að koma með mis-gáfulegar
athugasemdir og spurningar inn á milli.
En í úrslitaþættinum mættust lið frá
Lífeyrisþjónustunni með þeim Ellu Maju og Óla Guðbrands og fyrir Fiskmarkaðinn mættu þeir Steingrímur Óli og Guðmundur
Gauti.
Til að gera mjög langa sögu alveg hreint ótrúlega stutta þá vann
Lífeyrisþjónustan með 3 stiga mun. Fiskmarkaðsmenn tóku þessu með stóískri ró og yfirvegun sem endurspeglaðist í
því að að það var lamið í borð, baksveiflur og andlitsgrettur sáust reglulega og einhver hótaði að reka einhvern.
En svona er þetta bara og Lífeyrisþjónustan stóð eftir sem
sigurvegari.
Í verðlaun var gjafakort frá Kaffi Torgi, geisladiskur og bók.
Áframhald keppninnar er óráðið en miklar og skemmtilegar pælingar eru
í gangi hvað varðar áframhaldið.
Hér eru Ella Maja og Óli að svara einni laufléttri spurningu rétt.
Og hér er mynd af Guðmundi Gauta sem, þegar þessi mynd var tekin nýbúinn að svara einni laufléttri spurningu vitlaust.
Og hér er Steingrímur Óli alveg steinhissa á því að Guðmundur Gauti hafi svarað vitlaust.
Árni Heiðar stigavörður og Sigurður Ægisson höfundur spurninga, spyrill og dómari.
Gunnar Smári. Stundum kallaður Tröllapabbi.
Sigurður Ægisson. Ef hann héti nú bara Theódór Björn.... þá væri hægt að kalla hann Teddý Bear.
Óli Guðbrands hæstánægður með rétt svar hjá Ellu.
Steini Sveins. Stigavörður, tæknimaður og dagskrárgerðaráhugamaður hjá fm.trölli.is.
Ella Maja að svara enn einu sinni rétt. Þess má geta að Ella svaraði yfirgnæfandi meirihluta rétt fyrir lið
Lífeyrisþjónustunnar. Hún vissi meira að segja að það væru einungis 606 mosategundir til á Íslandi.
Og hér er svo Árni Heiðar að óska Ellu Maju til hamingju með sigurinn.
Hér sést svo gleðisvipurinn hjá liði Lífeyrisþjónustunnar en lið Fiskimarkaðarins er, jaaaa eigum við að segja ekki
alveg jafn himinlifandi með úrslit keppninnar.
Athugasemdir