SR á Siglufirði selur allt innvols verksmiðjanna til Spánar
Helga Sigurbjörnsdóttir | Norðlenskar fréttir | 28.12.2010 | 06:30 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 723 | Athugasemdir ( )
Fyrirtæki á Spáni hefur nú skrifað undir staðfestingu á kaupum á öllu innvolsi í verksmiðjum SR á Siglufirði og úr Mjölshúsinu. Í janúar verður formlega skrifað undir og gengið frá sölunni.
Í janúar munu kaupendurnir koma til Siglufjarðar þar sem gengið verður frá sölunni og hafist handa við að rífa verksmiðjurnar og innan úr stóra mjölhúsinu. Þann 10 janúar munu Spánverjarnir slá eigu sinni á allt sem eftir er í mjölhúsinu svo ef einhverjir hafa eigur sínar í geymslu þar ættu þeir að fjarlægja eigur sínar hið fyrsta segir Gunnar Sverrisson verksmiðjustjóri á Seyðisfirði en hann hefur umsjón með verkefninu.
Miklar vangaveltur hafa verið í gegnum tíðina um það hvað yrði um verksmiðjur SR á Siglufirði en ólíklegt var þó að þær yrðu nokkurn tíman ræstar aftur. Nú hefur sala verið staðfest og mun því losna um tölvuert húsnæði á Siglufirði sem vonandi verður hægt að nýta í aðra starfssemi í framhaldinu. Sigló.is mun fylgjast með málinu en kaupverð hefur ekki verið gefið upp að svo stöddu.
Í janúar munu kaupendurnir koma til Siglufjarðar þar sem gengið verður frá sölunni og hafist handa við að rífa verksmiðjurnar og innan úr stóra mjölhúsinu. Þann 10 janúar munu Spánverjarnir slá eigu sinni á allt sem eftir er í mjölhúsinu svo ef einhverjir hafa eigur sínar í geymslu þar ættu þeir að fjarlægja eigur sínar hið fyrsta segir Gunnar Sverrisson verksmiðjustjóri á Seyðisfirði en hann hefur umsjón með verkefninu.
Miklar vangaveltur hafa verið í gegnum tíðina um það hvað yrði um verksmiðjur SR á Siglufirði en ólíklegt var þó að þær yrðu nokkurn tíman ræstar aftur. Nú hefur sala verið staðfest og mun því losna um tölvuert húsnæði á Siglufirði sem vonandi verður hægt að nýta í aðra starfssemi í framhaldinu. Sigló.is mun fylgjast með málinu en kaupverð hefur ekki verið gefið upp að svo stöddu.
Athugasemdir