Stangaveiðitímabilið nálgast
sksiglo.is | Íþróttir | 23.02.2011 | 20:44 | Siglosport | Lestrar 586 | Athugasemdir ( )
Oft eiga forfallnir stangaveiðimenn erfitt um þetta leiti árs og biðin eftir fyrsta veiðitúr ársins getur verið erfið en þann 1. apríl er opnað fyrir veiði á sumum veiðisvæðum. Nokkrir veiðifíklar nýttu sér fluguhnýtingarnámsskeið um síðustu helgi til að ná smá veiðihrolli úr sér. Það var Sigurður Pálsson veiðimaður og fluguhnýtingarmeistari sem leiðbeindi sex áhugasömum nemendum í listinni að hnýta veiðiflugur.
Fyrst var byrjað á undirstöðuatriðunum og hnýttar púpur svo straumflugur og svo endað á laxaflugum. Allir áttu nemarnir það sameiginlegt að dreyma um að veiða þann stóra og það á flugu sem þeir hnýttu sjálfir.
Eiður nettur á skærunum.
Skarphéðinn nokkuð stoltur af sinni flugu.
Róbert telur víst að hann rjúfi 20,1 punda múrinn í sumar.
Sjarmatröllinu og vélstjóranum Hjalta er margt til lista lagt
Meistaraverk í smíðum.
Athugasemdir