Steini Vigg lagaður til.
sksiglo.is | Afþreying | 21.06.2013 | 14:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 652 | Athugasemdir ( )
Ég hitti þessa eðaldrengi á bryggjunni (reyndar var ég á bryggjunni en þeir um borð í Steina Vigg) þar sem þeir voru að slípa, mála og riðverja.
Gabriel sagðist vera með yfirumsjón og alræðisvald yfir þessu öllu saman og baðaði höndunum í allar áttir. Jakob og Árni litu báðir upp frá því sem þeir voru að gera, hlustuðu á hann og héldu svo áfram að gera það sem þeir voru að gera áður en Gabriel truflaði þá.
Allt á fullu.
Árni
Gabriel og Jakob.
Athugasemdir