Stelpurnar í árgangi 1939 hittast enn
Stelpurnar í árgangi 1939 á Siglufirði hittast alltaf yfir góðum kaffisopa mánaðarlega og í þetta sinn var förinni heitið í Aðal Bakarí.
Þær hafa um áratuga skeið hist yfir góðum kaffiveitingum mánaðarlega en segja að strákarnir hafi verið frekar lélegir við að mæta en svona einn og einn komi með þeim.
Stelpurnar Guðrún Hannesdóttir, Alma Birgisdóttir, Brynja Stefánsdóttir, Margrét Jónasdóttir og Ásdís
Gunnlaugsdóttir
Þær voru kátar að vanda og sögðu mér að á fermingarárinu hafi þau verið um 64 í árganginum en í dag eru þau 10 búsett á Siglufirði.
Einnig hittist hópurinn þegar stór tímamót eru í lífi þerra og snúa bökum saman þegar mikið liggur við, alveg ómetanleg vinátta þarna á ferð.
Stelpurnar fyrir fjórum árum síðan
Þær spjalla um alla heima og geima og berast hláturssköllin frá borðinu þerra um allt Aðal Bakarí. Það er ekki hægt að sjá að þarna séu konur komnar hátt á áttræðisaldur enda er þær stelpurnar úr árgangi 1939.
Vinkonurnar Alma Birgisdóttir og Ásdís Gunnlaugsdóttir 15 ára gamlar
Þær sömu 60 árum seinna og enn góðar vinkonur
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir
Athugasemdir