Stigamót Blaksambandsins í strandblaki
sksiglo.is | Almennt | 17.06.2014 | 14:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 489 | Athugasemdir ( )
Um helgina fór fram fyrsta Stigamót Blaksambandsins í strandblaki á nýju strandblakssvæði í Kjarnaskógi við Akureyri.
Fjölmörg lið tóku þátt og þar af þrjú lið frá Fjallabyggð í B-deild kvenna.
Liðunum gekk gríðarlega vel og röðuðu sér í þrjú efstu sætin í deildinni.
Anna María og Silla Guðbrands sigruðu systurnar Jóhönnu og Báru Þórisdætur í úrslitaleik og Helga Hermans og Lísa Hauks tóku bronsið.
Næsta stigamót fer fram í Hveragerði 27.-28. júní og svo má geta þess að fjórða stigamótið fer fram á Siglufirði 12.-13. júlí.
Athugasemdir