Stjórnmálamenn skulda okkur sannleikann
deiglan.com/index.php?itemid=12643 | Rebel | 09.06.2009 | 03:13 | Robert | Lestrar 295 | Athugasemdir ( )
Staðan eins og ég sé hana í dag. Hún er slæm en það hafa allir vitað um
nokkurn tíma. Stjórnmálaflokkarnir brugðu á það ráð í síðustu kosningum
að bindast þegjandi samkomulagi um að segja ekki að staðan væri slæm.
Þeir skýldu sér á bakvið að það lægi ekki fyrir hversu slæm hún væri og
því væri ómögulegt að segja nokkuð. Svo láta menn eins og það sé að
renna upp fyrir þeim núna að staðan sé virkilega slæm og að það þurfi
að skera niður – líka í velferðarmálum.Ég veit ekki upp á krónu hversu slæm staðan er, en ég veit að ríkið
hefur þanist allt of mikið út á síðustu árum. Sú staðreynd að reka
mátti menntakerfið fyrir þær skatttekjur sem fengust af bankastarfsemi
árin 2006 og 2007 og það að engar tekjur verði af bankastarfsemi næstu
árin, hlýtur að segja okkur eitthvað.
Stjórnmálamenn skulda okkur sannleikann, hvar í flokki sem þeir standa. Upplýsa á þjóðina um það hvernig næstu ár verða, en þar sem þeir eru tregir til þá ætla ég í það minnsta að gera tilraun.
Skattar munu hækka og það mun bitna á öllum. Sennilega mun tekjuskattur hækka bæði á fyrirtæki og einstaklinga, auk ýmissa skatta og gjalda sem lögð verða á vörur og þjónustu og velta þaðan út í verðlagið og vísitöluna. Þetta verður erfitt fyrir hvert einasta heimili í landinu. Húsnæðisbyrði þeirra sem eru í eigin húsnæði (eða húsnæði í eigu banka og lífeyrissjóða) mun verða sífellt stærri hluti af heildarútgjöldum heimilanna. Helsta ljósið í myrkrinu er að leiga mun líklega lækka áfram.
Það mun verða skorið niður í velferðarkerfinu, bæði mennta- og heilbrigðismálum, enda hér um að ræða stærstu útgjaldaliði ríkissjóðs. Niðurskurður á þessum sviðum mun bitna á þjónustunni. Það er alveg sama hversu mikið menn tala um hagræðingu; almennilegum niðurskurði verður ekki náð nema með því að draga þjónustuna saman og segja upp fólki. Og hvað þýðir það? Það er útfærsluatriði, en auðvelt að ímynda sér að skólaárið mun styttast, háskólum mun fækka, sjúklingar verða sendir fyrr heim, biðlistar munu lengjast og fólk mun ekki fá bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á.
Heimilin í landinu munu borga, enda heimilin í landinu bara við öll og enginn annar til að borga. Það verða engar skuldir felldar niður á heimilin í landinu, enda lífsnauðsynlegt að ná í hverja einustu krónu. Margir verða gjaldþrota en flestir munu þrauka og það jafnvel þó greiðslubyrðin þyngist umtalsvert.
Þetta held ég að sé brot af veruleikanum sem við stöndum frammi fyrir. Og það er alveg sama hvort ríkisstjórnin er til hægri eða vinstri það eru afskaplega fáir möguleikar í stöðunni aðrir en að þreyja þorrann. Alþjóðagjaldeyrissjóðinn vakir yfir hverju skrefi og slær á puttana á stjórnvöldum við minnstu handvömm.
Stjórnmálamenn geta hins vegar sagt okkur sannleikann, talið kjark í fólkið og alið því von í brjósti.
Stjórnmálamenn skulda okkur sannleikann, hvar í flokki sem þeir standa. Upplýsa á þjóðina um það hvernig næstu ár verða, en þar sem þeir eru tregir til þá ætla ég í það minnsta að gera tilraun.
Skattar munu hækka og það mun bitna á öllum. Sennilega mun tekjuskattur hækka bæði á fyrirtæki og einstaklinga, auk ýmissa skatta og gjalda sem lögð verða á vörur og þjónustu og velta þaðan út í verðlagið og vísitöluna. Þetta verður erfitt fyrir hvert einasta heimili í landinu. Húsnæðisbyrði þeirra sem eru í eigin húsnæði (eða húsnæði í eigu banka og lífeyrissjóða) mun verða sífellt stærri hluti af heildarútgjöldum heimilanna. Helsta ljósið í myrkrinu er að leiga mun líklega lækka áfram.
Það mun verða skorið niður í velferðarkerfinu, bæði mennta- og heilbrigðismálum, enda hér um að ræða stærstu útgjaldaliði ríkissjóðs. Niðurskurður á þessum sviðum mun bitna á þjónustunni. Það er alveg sama hversu mikið menn tala um hagræðingu; almennilegum niðurskurði verður ekki náð nema með því að draga þjónustuna saman og segja upp fólki. Og hvað þýðir það? Það er útfærsluatriði, en auðvelt að ímynda sér að skólaárið mun styttast, háskólum mun fækka, sjúklingar verða sendir fyrr heim, biðlistar munu lengjast og fólk mun ekki fá bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á.
Heimilin í landinu munu borga, enda heimilin í landinu bara við öll og enginn annar til að borga. Það verða engar skuldir felldar niður á heimilin í landinu, enda lífsnauðsynlegt að ná í hverja einustu krónu. Margir verða gjaldþrota en flestir munu þrauka og það jafnvel þó greiðslubyrðin þyngist umtalsvert.
Þetta held ég að sé brot af veruleikanum sem við stöndum frammi fyrir. Og það er alveg sama hvort ríkisstjórnin er til hægri eða vinstri það eru afskaplega fáir möguleikar í stöðunni aðrir en að þreyja þorrann. Alþjóðagjaldeyrissjóðinn vakir yfir hverju skrefi og slær á puttana á stjórnvöldum við minnstu handvömm.
Stjórnmálamenn geta hins vegar sagt okkur sannleikann, talið kjark í fólkið og alið því von í brjósti.
Athugasemdir