Stofnun Handknattleiksdeildar á Siglufirði

Stofnun Handknattleiksdeildar á Siglufirði Handknattleiksáhugamenn á Siglufirði hafa undanfarin ár tekið þátt í bikarkeppni HSÍ og hefur það ávalt verið

Fréttir

Stofnun Handknattleiksdeildar á Siglufirði

Bikarkeppnin 2009
Bikarkeppnin 2009
Handknattleiksáhugamenn á Siglufirði hafa undanfarin ár tekið þátt í bikarkeppni HSÍ og hefur það ávalt verið til gamans gert, en þó með undirliggjandi alvöru og metnaði til þess að standa sig.

Liðið er aftur skráð til leiks þetta árið, en nú á að stíga skrefinu lengra og er búið að skrá liðið í Norðurlandsriðil utandeildarinnar.


Það er allt útlit fyrir flotta keppni í Norðurlandsriðlinum en skráð eru til leiks fimm lið : Siglufjörður, Hamrar frá Akureyri, Höttur, Laugar og Völsungur.

Siglfirðingar mega því eiga von á handknattleiksveislu í vetur.

Það hefur því verið ákveðið aðstofna Handknattleiksdeild og verður stofnfundur haldin á skrifstofu KS, fimmtudaginn næstkomandi kl 18:00.

Allir þeir sem hafa áhuga að taka þátt eru hvattir til þess að mæta.


Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst