Stormur á Siglufirði
Laugardaginn 12. mars gekk yfir landið sunnan stormur með 18-28 metrum á sekúndu.
Fór að aukast vindhraði hér á Siglufirði um hádegi og gekk niður með kvöldinu.
Ruku upp snarpar kviður svo varla var stætt hér á tímabili og eins og einn góður sagði, ansi fer lognið hratt yfir hér í bæ.
Aðvörun gekk yfir vegna vindkviða á Siglufjarðarvegi en engin óhöpp urðu í umferðinni né eignum svo best sé vitað.
Það gefur á bátinn
Veðurstofa Íslands spáir rysjóttu en mildu veðri framundan, í dag er bjart og gott veður hér í firðinum fagra.
Sveinn Þorsteinsson brá sér út með myndavélina og tók þessar fínu myndir af særokinu og gaf lesendum Siglo.is góðfúslegt leyfi til að njóta þeirra.
Stórstreymt
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Sveinn Þorsteinsson
Athugasemdir