Strandblak við frábærar aðstæður

Strandblak við frábærar aðstæður Strandblaksmót Rauðku fór fram á sunnudeginum um verslunarmannahelgina í blíðskapar veðri. Mótið er haldið af

Fréttir

Strandblak við frábærar aðstæður

Strandblaksmót Rauðku fór fram á sunnudeginum um verslunarmannahelgina í blíðskapar veðri.

Mótið er haldið af strandblaksnefndinni og er stór liður í fjáröflun strandblaksfólksins til að viðhalda okkar flotta velli. Aðstæður til strandblaks voru með besta móti og voru fjölmargir áhorfendur sem fylgdust með.

Mótið hófst kl 11 og lauk um kvöldmatarleytið. Keppendur voru með mismikla reynslu í strandblaki en allir keppendur skemmtu sér og áhorfendum vel og falleg tilþrif sáust oft í sandinum.

strandblak

Keppt var í þremur flokkum og fengu þrjú efstu pörin í hverjum flokki flott verðlaun fyrir árangurinn. Sigurvegarar í flokkunum þremur urðu Karol – Fjóla, Anna María – Sigurlaug Guðbrands og svo Sólrún Anna og Rut.

strandblak

Í mótslok var svo happdrætti þar sem fjölmargir glæsilegir vinningar voru dregnir út.

strandblak

Strandblaksnefndin vill þakka keppendum, áhorfendum og ekki síst styrktaraðilum fyrir stuðninginn.

Myndir og texti : Innsent efni.


Athugasemdir

22.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst