Stríðsöskur kvótaliðsins
sksiglo.is | Greinar | 14.04.2009 | 16:49 | | Lestrar 789 | Athugasemdir ( )
Það var alveg dásamlegt að lesa ummælin sem voru höfð eftir einum útgerðarmanninum, þegar að hann hélt því fram að innköllun kvótans væri aðför að landsbyggðinni. Ég varð eiginlega að lesa fréttina, þar sem ummælin komu fram, tvisvar áður ég trúði mínum eigin augum.
Þetta kemur reyndar ekki á óvart því þetta áróðursbragð hefur margsinnis verið notað af forkólfum útgerðarmanna úti á landsbyggðinni og því flaggað ótt og títt þegar nær dregur kosningum. Því er ekki úr vegi að fara aðeins yfir málið.
Ein stærsta fjöðurin í hatti útgerðarmanna hefur verið að þeir séu svo góðir „rekstrarmenn“, því hefur allavega verið haldið að fólki í gegnum tíðina að íslenskir útgerðarmenn væru fjölkynngismenn þegar kæmi að rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Þessi fullyrðing stenst ekki nánari skoðun. Íslensk útgerð, sé tekið heildrænt sjónarhorn á skuldir hennar, er svo illa skuldsett að margt þriðja heims ríkið bliknar í samburði við hana. Skuldsetning sjávarútvegsins fyrir þjóð sem neyðist til að reiða sig á þessa frumvinnslugrein er mikið áhyggjuefni og vandséð hvernig ratað verður út úr þeim vanda, sem útgerðarmenn eru búnir að koma fyrirtækjunum og þá um leið þjóðarbúinu í. Er ríkið annars ekki ábyrgt fyrir öllum fyrirtækjum þessa dagana?
Önnur fullyrðing útgerðarmanna og fylgisveina þeirra, er að kvótakerfið hafi gert hina nauðsynlegu hagræðingu mögulega. Ég er ekki svo vitlaus að sjá ekki að skuttogarastefna áttunda áratugarins var náttúrulega bara della, svona eftir á í það minnsta. Vissulega hefur átt sér stað hagræðing, og hún var nauðsynleg, en hvaða verði var hún goldin og hvernig var kostnaðinum við hana dreift? Hvað með manninn í sjávarþorpinu þar sem kvótinn var seldur í burtu? Hvað með áhrif kvótans á t.a.m. eignaverð í kaupstaðnum? Hver vill búa í sjávarþorpi eða bæ, þar sem enginn kvóti er til staðar? Útgerðarmaðurinn fékk ríkulega greitt fyrir kvótann, bankinn fékk vexti af lánunum sem tekin voru til að kaupa upp kvótann en almenningur í sjávarbyggðum landsins mátti horfa upp á eignir sínar rýrna í verði og í mörgum tilfellum gáfu menn hreinlega eignir sínar til að komast í burtu. Þetta er aldrei tekið með í reikninginn þegar talað er um hina (meintu?) hagræðingu í sjávarútveginum.
Enn ein réttlæting útgerðarmanna, og sérstaklega þess sem talað var við í Viðskiptablaðinu, var að kvótakerfið væri svo gott fyrir landsbyggðina! Eru menn svona gjörsamlega úr tengslum við raunveruleikann að þeir sjá ekki hvers konar ógöngur landsbyggðin er komin í? Landsbyggðin ,sem hafði (og reyndar hefur enn) í gegnum tíðina byggt afkomu sína að stærstum hluta á sjávarútvegi, var svipt möguleikanum á að bjarga sér með stjórnvaldsaðgerðum. Þegar framsalið var leyft og örfáum mönnum fært messíasarvald yfir heilu byggðarlögunum, þá fyrst byrjaði landsbyggðin að fara halloka.
Kvótakerfið á stóran þátt í því hvernig komið er fyrir landsbyggðinni, og reyndar þjóðinni allri líkt og prófessor Þorvaldur Gylfason hefur bent á. Græðgisvæðingin sem leyst var úr læðingi þegar framsal aflaheimilda var leyft hefur leitt þjóðina í miklar ógöngur. Það er því löngu kominn tími til að vinda ofan af þessari vitleysu og staðfesta í eitt skipti fyrir öll að það er þjóðin sem á kvótann, ekki örfáir menn sem skuldsett hafa auðlindina svo illa að það mun taka okkur yfir hundrað ár að borga fyrir þeirra skammsýni og græðgi. Fólk á landsbyggðinni má því ekki láta útgerðarmenn og kvótaflokkana slá enn eina ferðina ryki í augu sín með innistæðulausum og allt að því hlægilegum áróðri, því staðreyndir málsins eru í svo hróplegri andstöðu við málflutning þeirra. Trúverðugleiki þeirra er álíka mikill og þjóðarinnar erlendis, þ.e.a.s. lítill sem enginn. Munurinn er hins vegar sá að þjóðin á möguleika að bæta orðspor sitt, en varðhundum kvótakerfisins eru líklega allar bjargir bannaðar.
Guðjón Marinó Ólafsson.
(Höfundur kemur frá sjávarþorpi sem kvótakerfið og böðlar þess hafa rústað)
Þetta kemur reyndar ekki á óvart því þetta áróðursbragð hefur margsinnis verið notað af forkólfum útgerðarmanna úti á landsbyggðinni og því flaggað ótt og títt þegar nær dregur kosningum. Því er ekki úr vegi að fara aðeins yfir málið.
Ein stærsta fjöðurin í hatti útgerðarmanna hefur verið að þeir séu svo góðir „rekstrarmenn“, því hefur allavega verið haldið að fólki í gegnum tíðina að íslenskir útgerðarmenn væru fjölkynngismenn þegar kæmi að rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Þessi fullyrðing stenst ekki nánari skoðun. Íslensk útgerð, sé tekið heildrænt sjónarhorn á skuldir hennar, er svo illa skuldsett að margt þriðja heims ríkið bliknar í samburði við hana. Skuldsetning sjávarútvegsins fyrir þjóð sem neyðist til að reiða sig á þessa frumvinnslugrein er mikið áhyggjuefni og vandséð hvernig ratað verður út úr þeim vanda, sem útgerðarmenn eru búnir að koma fyrirtækjunum og þá um leið þjóðarbúinu í. Er ríkið annars ekki ábyrgt fyrir öllum fyrirtækjum þessa dagana?
Önnur fullyrðing útgerðarmanna og fylgisveina þeirra, er að kvótakerfið hafi gert hina nauðsynlegu hagræðingu mögulega. Ég er ekki svo vitlaus að sjá ekki að skuttogarastefna áttunda áratugarins var náttúrulega bara della, svona eftir á í það minnsta. Vissulega hefur átt sér stað hagræðing, og hún var nauðsynleg, en hvaða verði var hún goldin og hvernig var kostnaðinum við hana dreift? Hvað með manninn í sjávarþorpinu þar sem kvótinn var seldur í burtu? Hvað með áhrif kvótans á t.a.m. eignaverð í kaupstaðnum? Hver vill búa í sjávarþorpi eða bæ, þar sem enginn kvóti er til staðar? Útgerðarmaðurinn fékk ríkulega greitt fyrir kvótann, bankinn fékk vexti af lánunum sem tekin voru til að kaupa upp kvótann en almenningur í sjávarbyggðum landsins mátti horfa upp á eignir sínar rýrna í verði og í mörgum tilfellum gáfu menn hreinlega eignir sínar til að komast í burtu. Þetta er aldrei tekið með í reikninginn þegar talað er um hina (meintu?) hagræðingu í sjávarútveginum.
Enn ein réttlæting útgerðarmanna, og sérstaklega þess sem talað var við í Viðskiptablaðinu, var að kvótakerfið væri svo gott fyrir landsbyggðina! Eru menn svona gjörsamlega úr tengslum við raunveruleikann að þeir sjá ekki hvers konar ógöngur landsbyggðin er komin í? Landsbyggðin ,sem hafði (og reyndar hefur enn) í gegnum tíðina byggt afkomu sína að stærstum hluta á sjávarútvegi, var svipt möguleikanum á að bjarga sér með stjórnvaldsaðgerðum. Þegar framsalið var leyft og örfáum mönnum fært messíasarvald yfir heilu byggðarlögunum, þá fyrst byrjaði landsbyggðin að fara halloka.
Kvótakerfið á stóran þátt í því hvernig komið er fyrir landsbyggðinni, og reyndar þjóðinni allri líkt og prófessor Þorvaldur Gylfason hefur bent á. Græðgisvæðingin sem leyst var úr læðingi þegar framsal aflaheimilda var leyft hefur leitt þjóðina í miklar ógöngur. Það er því löngu kominn tími til að vinda ofan af þessari vitleysu og staðfesta í eitt skipti fyrir öll að það er þjóðin sem á kvótann, ekki örfáir menn sem skuldsett hafa auðlindina svo illa að það mun taka okkur yfir hundrað ár að borga fyrir þeirra skammsýni og græðgi. Fólk á landsbyggðinni má því ekki láta útgerðarmenn og kvótaflokkana slá enn eina ferðina ryki í augu sín með innistæðulausum og allt að því hlægilegum áróðri, því staðreyndir málsins eru í svo hróplegri andstöðu við málflutning þeirra. Trúverðugleiki þeirra er álíka mikill og þjóðarinnar erlendis, þ.e.a.s. lítill sem enginn. Munurinn er hins vegar sá að þjóðin á möguleika að bæta orðspor sitt, en varðhundum kvótakerfisins eru líklega allar bjargir bannaðar.
Guðjón Marinó Ólafsson.
(Höfundur kemur frá sjávarþorpi sem kvótakerfið og böðlar þess hafa rústað)
Athugasemdir