Styttist í 1.000 metra
www.frida.is | Fréttir á landsvísu | 03.03.2010 | 07:00 | | Lestrar 545 | Athugasemdir ( )
Trefillinn langi er orðinn 833,73 metrar en var fyrir viku 652,45 og hefur því lengst um 181,28 metra frá því að við sögðum síðast frá honum. En eins og má sjá á frida.is eru Fríðu að berast bútar víða að og er gaman að lesa póstana sem fylgja bútunum.
Frá Ólafsfirði

Við hér á Leikhólum í Ólafsfirði erum að prjóna trefil eins og svo margir aðrir. Starfsmenn keppast við í kaffitímunum og eins er stundum gripið í prjónana á meðan krílin sofa. Börnin fylgdust spennt með þegar við mældum fyrsta bútinn sem við skiluðum. Hann reyndist vera 5.5 metrar og Karítas tók við honum og lofaði að koma honum til skila.
Annar prjónaklúbbur

Snilldarhugmynd hjá ykkur! Við Vestfirðingar höfum svo sannarlega skilning
á þeim spenningi sem hlýtur að vera í loftinu hjá ykkur yfir göngunum,
okkur langar líka í göng. Biðin hlýtur að styttast þegar ykkar verða
búin;)
Ég rek Sjóræningjahúsið á Patró og þar hittist skemmtilegur hópur á
mánudögum til að prjóna. Ég sendi þeim alltaf áminningu á sunnudögum og
læt þá einhver prjónaskemmtilegheit fylgja með, í næsta pósti ætla ég að
segja frá treflinum ykkar og hvetja hópinn til að prjóna búta í hann
mánudaginn 8. feb.
Bestu kveðjur
Alda
Alda var svo í sambandi aftur og sagði mér frá því að pakkinn frá þeim væri farinn af stað svo hann hlýtur að berast okkur í vikunni. Þetta var ótrúlega flott hjá þeim og ég sendi þeim mínar bestu þakkir.
Fríða Gylfadóttir
Athugasemdir