Super Troll Ski Race – Alþjóðlega fjallaskíðamótið á Tröllaskaga

Super Troll Ski Race – Alþjóðlega fjallaskíðamótið á Tröllaskaga Super Troll Ski Race – Alþjóðlega fjallaskíðamótið á Tröllaskaga. Skíðafélag

Fréttir

Super Troll Ski Race – Alþjóðlega fjallaskíðamótið á Tröllaskaga

Super Troll Ski Race – Alþjóðlega fjallaskíðamótið á Tröllaskaga.

Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg mun halda fyrsta fjallskíðamót landsins þann 3. maí nk. og rennur allur ágóði þess til barna- og unglingastarfs félagsins. 

Mótin verða síðan árlegur viðburður hjá félaginu. 

Við leyfum okkur að fullyrða að vagga íslenskrar skíðamenningar hafi verið og sé á Tröllaskaga og þá aðallega á Siglufirði, Ólafsfirði og í Fljótum. Tröllaskagi sé jú rómaður bæði innanlands og utan fyrir frábærar aðstæður. Því sé rökrétt að eitt elsta skíðafélag landsins, Skíðafélag Siglufjarðar, hafi forystu um að halda veglegt fjallaskíðamót. 

Mótið hefst með staðgóðum morgunverði í boði Rauðku á Kaffi Rauðku þar sem keppendur koma saman ásamt gestum. Að honum loknum verða keppendur keyrðir að upphafsstað við Heljartröð og verður gengið þaðan yfir Siglufjarðarskarð og endað við skíðaskálann Skarðsdal. Keppnisleiðin er krefjandi og því mikil örgrun fyrir þátttakendur. Þó er gert ráð fyrir að allir sem eitthvað hafa stundað fjallskíðun geti tekið þátt og farið keppnisleiðina.  

Að móti loknu er gestum og keppendum boðið til móttöku í Síldarminjasafninu en þar er einnig verðlaunaafhending. Verðlaun eru vegleg en fyrstu verðlaun í karla-og kvennaflokki eru þyrluskíðun í boði Eleven Experience og Orra Vigfússonar. 

Önnur og þriðju verðlaun er veglegur búnaður frá x í boði Fjallakofans. 

Fyrirtæki hafa styrkt mótið með fjárframlögum og hefur Skíðafélag Siglufjarðar sett upp skilti við veginn upp í Skarðsdal þar sem helstu styrktaraðilar koma fram.  


Athugasemdir

26.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst