Súpufundur AFE og VAXEY
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Vaxtasamningur Eyjafjarðar bjóða áhugasömum íbúum Fjallabyggðar til súpu á fundi á Kaffi Rauðku á fimmtudaginn klukkan 12:00.
Umsóknarfrestur í vaxtasamninginn rennur út næstkomandi fimmtudag svo þetta er kjörið tækifæri til að kynna sér það sem hann hefur uppá að bjóða.
AFE kynnir síðan verkefnið Arctic Services en kveikjan af stofnun þess eru aukin umsvif í námu- og olíuvinnslu á Grænlandi, auk opnunar nýrra siglingaleiða um pólinn. Verkefninu er ætlað að gæta hagsmuna íslenskra fyrirtækja í markasðssetningu og kynningu á fjölbreytilegu þjónustu- framboði til staðar á Íslandi. Að baki þess standa m.a. Mannvit, Efla, Eimskip, Slippurinn, Norlandair, Arionbanki, Íslandsbanki og fjöldi annarra fyrirtækja sem hér sameinast í markðassetningu. Átakinu er stýrt af Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar (AFE).
Athugasemdir