Sveitamarkaður að Steinaflötum
sksiglo.is | Afþreying | 28.06.2013 | 12:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 508 | Athugasemdir ( )
Sveitamarkaður að Steinaflötum
Hinn árlegi sveitamarkaður verður haldinn á Steinaflötum (svarta húsið við Fjarðarveg, Siglufirði)
laugardaginn 29. júní frá kl. 15:00 til 17:00.
Komið og
upplifið skemmtilega stemningu í sveitinni en ýmislegt verður á boðstólnum, þar á meðal gjafavara, tilboðshrúgur, fjölær
blóm, handavinna, tölur og fleira og fleira. Evanger mætir með gítarinn og leikur létt og skemmtileg lög í garðinum.
Sjáumst hress og kát í sólskinsskapi í sveitinni í Siglufirði!
Steinaflatir - sveit hjá bæ
Athugasemdir