Fróðleiksmoli - svigatunna
Svigabent tunna. Fram að aldamótum 1900 voru nær allar tunnur svigabentar, þ.e. að í stað járngjarða voru notaðar klofnar trjágreinar, svigar, til að halda þeim saman.
Eftir það fóru menn að nota járngjörð á þeim enda tunnunnar sem opnuð var. Ein endagjörð úr járni og svigar að öðru leyti – þeirrar gerðar er sú tunna sem er hér á myndinni.
Á öðrum og þriðja áratug 20. aldar voru báðar endagjarðirnar orðnar járngjarðir og eftir 1930 voru allar gjarðir, tvær endagjarðir og tvær búkgjarðir, gerðar úr járni.
Þennan fróðleik má m.a. lesa úr gömlum ljósmyndum héðan frá Siglufirði og með samanburði þeirra.
Tvær svigabentar síldartunnur eru varðveittar á Síldarminjasafninu.
Talið er að Hollendingurinn Wilhelm Beukel hafi í lok 14. aldar fundið upp á því fyrstur manna salta síld í tunnu - þ.e. að verka og varðveita síld í saltlegi, pækli, og gera úr síldinni þann góða mat sem er enn svo vinsæll.
Síldarminjasafn Íslands - ök
Athugasemdir