Svona á að taka á málum!
bjoval.hexia.net/faces/blog/list.do?face=bjoval | Rebel | 20.12.2009 | 12:02 | Robert | Lestrar 332 | Athugasemdir ( )
Frétt
dagsins er án efa viðbrögð sveitarstjórar Langanesbyggðar við óknyttum
nokkurra ungra drengja í sveitarfélaginu sem munu hafa látið dólgslega
að undanförnu og ógnað sveitungum sínum með ýmsum hætti.
Sveitarstjórinn, Gunnólfur Lárussin, kallaði drengina á teppið og gerði
við þá þann óvenjulega samning að ef létu þeir af ólátunum myndi hann í
staðin kenna þeim box svo þeir finndu kröftum sínum fyrirstöðu í
eitthvað annað en leiðindi. Þetta var snöfurmannlega gert hjá
sveitarstjóranum og sannarlega óvænt viðbrögð við vanda af þessu tagi.
Ég er þess fullviss að lausn sveitarstjórans mun verða árangursrík og
öllum til góðs, jafnt drengjunum og þá ekki síður óttaslegnum íbúum
Langanesbyggðar.Það mætti
kannski grípa til álíka aðferða við endalausum strákslátum hér á
Alþingi. Í stað þess að þingmenn atist hver í öðrum langtímum saman með
endlausu masi, oft með engum sjáanlegum tilgangi öðrum en vera hver
öðrum og þjóðinni allri til ama og leiðinda, mætti kannski bjóða þeim
upp á að berja hvern annan bak við hús undir eftirliti sveitarstjórans í
Langanesbyggð?
Sjálfur hefði ég örugglega haft gott af slíku á drengsárum mínum norður í Ólafsfirði á sínum tíma. Það hefði án efa létt á mínum nánustu og móður mín blessunin hefði kannski átt náðugri daga en ég bauð henni oftar en ekki upp á.
Den tid, den sorg.
Sjálfur hefði ég örugglega haft gott af slíku á drengsárum mínum norður í Ólafsfirði á sínum tíma. Það hefði án efa létt á mínum nánustu og móður mín blessunin hefði kannski átt náðugri daga en ég bauð henni oftar en ekki upp á.
Den tid, den sorg.
Athugasemdir