Tel mig eiga að spila hvern einasta leik

Tel mig eiga að spila hvern einasta leik ,,Maður verður bara að berjast og halda ótrauður áfram. Það kemur fyrir nær alla að lenda utan liðsins en þetta

Fréttir

Tel mig eiga að spila hvern einasta leik

,,Maður verður bara að berjast og halda ótrauður áfram. Það kemur fyrir nær alla að lenda utan liðsins en þetta er búið að allt of langur tími og auðvitað er þetta pirrandi. Ég bíð eftir mínu tækifæri og vonandi kemur það innan tíðar,“ sagði landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, við Morgunblaðið í gær.

Siglfirðingurinn knái hefur verið úti í kuldanum hjá Gary Megson, knattspyrnustjóra Bolton, megnið af leiktíðinni og virðist enn vera að blæða fyrir það að hafa tekið þátt í vináttulandsleikjunum gegn Slóvakíu og Georgíu sem Megson var ekki beint hrifinn af að Grétar skyldi spila.

,,Ég er enn með bullandi trú á sjálfum mér. Ég er búinn að vera lengur úti í kuldanum en ég bjóst við og reiðin verður bara meiri og meiri. En ef ég nota hana rétt mun hún bara koma mér til góðs. Þetta er góð vinna sem ég er í en leiðinlegt þegar maður fær ekki að mæta í hana,“ sagði Grétar Rafn.

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is


Athugasemdir

16.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst