Það er njósnað um okkur !
23 ungmenni frá öllum heimsins hornum hafa farið víða um okkar fagra fjörð og "njósnað" um okkur.
Þau hafa aflað sér heimilda með leiðsögutúrum, matarboðum hjá bæjarbúum og eigin heimildarvinnu.
Ég læddist inn í Alþýðuhúsið og njósnaði um þau líka.
Það fyrsta sem ég sá var stór speglaveggur sem var þakinn af hugmyndum um okkur Siglfirðinga, bæinn og líf okkar og drauma.
Ég heyrði líka eitthvað tal um að opna sjóræningja útvarpsstöð eða hreinlega taka yfir Trölli Radio. Hmm....
Á næstu dögum munu bæjarbúar sjá fólk vinna við allskyns sköpunarstörf út um allan bæ og á sunnudaginn fáum við loksins að sjá allt saman.
Spennandi.
Leynifundur og heilmiklar pælingar
Sköpunargleði. Allt á fullu.
Furðulegt smáhús ?
Myndir og Texti: NB
Athugasemdir