Þjóðlagahátíðin á Siglufirði

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði Þjóðlagahátíðin hefst formlega með hressandi fjallgöngu við allra hæfi klukkan 13:00 í dag en fyrsti viðburður hátíðarinnar

Fréttir

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði

Plakat þjóðlagahátíðarinnar
Plakat þjóðlagahátíðarinnar

Þjóðlagahátíðin hefst formlega með hressandi fjallgöngu við allra hæfi klukkan 13:00 í dag en fyrsti viðburður hátíðarinnar verður síðan klukkan 20:00 í Siglufjarðarkirkju með Rímnastrengjum. Hátíðin í ár er að vanda hin glæsilegasta og hefur mikill metnaður verið lagður í skipulagningu hennar. Því ættu allir að finna sér eitthvað við hæfi fram til sunnudagsins 6.júlí þegar henni lýkur. 

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði

Sigló - Je t'aime!

2. - 6. júlí 2014


Listrænn stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson


Framkvæmdastjóri: Mónika Dís Árnadóttir 





Verð á tónleikum og námskeiðum.

Námskeið á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði 3. og 4. júlí 2014

Þjóðlagaakademían 2.-6. júlí 2014


Hér má nálgast efnisskrá hátíðarinnar á PDF formati 

Hér má sjá auglýsingu hátíðarinnar til að prenta út


Miðvikudagur 2. júlí 2014
 
Ráðhústorgið kl. 13.00
Hressandi fjallganga við allra hæfi.
 
Siglufjarðarkirkja kl. 20.00
Rímnastrengir
Steindór Andersen kvæðamaður
Hilmar Örn Hilmarsson hljómborð og útsetningar
Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir fiðla
Gróa Valdimarsdóttir fiðla
Ásdís Hildur Runólfsdóttir víóla
Hildur Heimisdóttir selló
 
Bátahúsið kl. 21.30
Klezmer
Hljómsveitin Klezmer Kaos, París
Heiða Björg Jóhannsdóttir klarinett og söngur
Charles Rapport fiðla
Sylvian Plommet kontrabassi
Adrian Iordan harmónika
Simon Valmort trommur
 
Bræðsluverksmiðjan Grána 23.00
Krumminn á skjánum
Ný verk innblásin af íslenskri náttúru, sögu og tónlistararfi
Kristín Lárusdóttir selló og tölva
 
Fimmtudagur 3. júlí 2014
 
Allinn kl. 17.15
Hundur í óskilum
Barnatónleikar
 
Siglufjarðarkirkja kl. 20.00
Lysting er sæt að söng
Íslensk lög frumflutt og þjóðlög sungin
Hlín Pétursdóttir sópran
Ásdís Hildur Runólfsdóttir víóla
Snorri Sigfús Birgisson píanó
 
Bátahúsið kl. 21.30
Franskar dægurperlur
Hljómsveitin Klezmer Kaos, París
Heiða Björg Jóhannsdóttir klarinett og söngur
Charles Rapport fiðla
Sylvian Plommet kontrabassi
Adrian Iordan harmónika
Simon Valmort trommur
 
Siglufjarðarkirkja kl. 23.00
Mógil
Heiða Árnadóttir söngur
Hilmar Jensson gítar
Joachim Badenhorst klarinett
Kristín Þóra Haraldsdóttir víóla
Eiríkur Orri Ólafsson trompet
 
Föstudagur 4. júlí 2014
 
Ráðhústorgið kl. 17.00
Leikið og sungið á torginu
Hátíðargestir bregða á leik með þátttöku bæjarbúa
 
Siglufjarðarkirkja kl. 20.00
Ný íslensk þjóðlög
Tónlist eftir Evan Fein, Bandaríkjunum
Ljóð eftir Þorvald Davíð Kristjánsson leikara og ljóðskáld
Bragi Bergþórsson tenór
Evan Fein píanó
 
Bátahúsið kl. 21.30
Harmónikukvintett Reykjavíkur
Álfheiður Gló Einarsdóttir
Haukur Hlíðberg
Halldór Pétur Davíðsson
Flemming Viðar Valmundsson
Jónas Ásgeir Ásgeirsson
 
 
Allinn kl. 23.00
Villifé
Tónlist eftir Árna Hjartarson
Söngkvartettinn Villifé
Kristjana Arngrímsdóttir, Íris Ólöf Sigurjónsdóttir
Kristján Hjartarson, Hjörleifur Hjartarson
Daníel Þorsteinsson harmónika
Eiríkur Stephensen kontrabassi
Kristján og Hjörleifur Hjartarsynir gítar
Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðla
Árni Hjartarson ásláttur
 
 
Laugardagur 5. júlí 2014
 
Efra skólahús við Hlíðarveg kl. 10.00-12.00
Franskir miðaldadansar kenndir
Tríóið Le Miroir de Musique (Tónaspegill), Frakklandi, leikur undir
Tobie Miller blokkflautur, sveiflíra, söngur
Babtiste Romain miðaldafiðla, sekkjapípur
Mathias Spoerry söngur og ásláttarhljóðfæri
Danskennari: Ingibjörg Björnsdóttir
 
 

Göngugatan við Kaffi Rauðku kl: 11.00-17.00

Götumarkaður opnar  
 
Þjóðlagasetrið kl. 14.00
Dansað við Þjóðlagasetrið  
Þjóðdansafélagið í Nólsey, Færeyjum
 
Ljóðasetrið kl. 14.00
Ljóðið kemur langt og mjótt
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir syngur eigin ljóð og lög 
og leikur með á selló
 
Kaffi Rauðka kl. 14.00
Franska söngvaskáldið Serge Gainsbourg 
Unnur Sara Eldjárn söngur
Daníel Helgason gítar
Alexandra Kjeld kontrabassi
Halldór Eldjárn slagverk
Hildur Holgeirsdóttir píanó
 
Þjóðlagasetrið kl. 15.30
Kvæðamannakaffi með Steindóri Andersen
Kvæðamenn kveðast á
 
Allinn kl. 15.30
Til ástarguðsins
Franskir miðaldasöngvar
Tríóið Le Miroir de Musique (Tónaspegill), Frakkland
Tobie Miller blokkflautur, sveiflíra, söngur
Babtiste Romain miðaldafiðla, sekkjapípur
Mathias Spoerry söngur og ásláttarhljóðfæri
 
Kaffi Rauðka kl. 15.30
Tregasöngvar og trylltur dans
Hljómsveitin Mandólín
Sigríður Ásta Árnadóttir harmónika og söngur
Ástvaldur Traustason harmónika
Elísabet Indra Ragnarsdóttir fiðla og söngur
Magnús Pálsson klarinett
Óskar Sturluson gítar
Alexandra Kjeld kontrabassi og söngur
 
Siglufjarðarkirkja kl. 17.00
Ævintýraóperan Baldursbrá - tónleikauppfærsla. Frumflutningur
Eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson
Baldursbrá: Fjóla Kristín Nikulásardóttir sópran
Spói: Eyjólfur Eyjólfsson tenór
Rebbi: Jón Svavar Jósefsson baritón
Hrútur: Davíð Ólafsson bassi
Barnakór og kammersveit
Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson
Ævintýraóperan verður endurtekin í Langholtskirkju miðvikudaginn 9. júlí kl. 20.00.
 
Óperan er styrkt af Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar, Reykjavikurborg, Lista- og menningarráði Kópavogs, Tónskáldasjóði 365-miðla og starfsmenntasjóði FÍH. Hún er flutt í samvinnu við Vonarstrætisleikhúsið.
 
Bátahúsið kl. 17.00 
Karlakórinn í Nólsey, Færeyjum
Stjórnandi: Hilmar Joensen
 
Bátahúsið kl. 20.30
Uppskeruhátíð
Á meðal þeirra sem koma fram eru 
Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmónikuleikari og
frönsk þjóðlagahljómsveit
auk listamanna af hátíðinni. 
 
Allinn kl. 23.00
Dansleikur
Skuggamyndir frá Býzans
Ásgeir Ásgeirsson gítar
Haukur Gröndal klarinett
Boris Zgurovsky harmónika
Claudio Spieler slagverk
Róbert Þórhallsson bassi
Eric Qvick slagverk
 
Sunnudagur 6. júlí 2014
 
Siglufjarðarkirkja kl. 14.00
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins
Jón Leifs: Íslenskir rímnadansar
Georges Bizet: Stúlkan frá Arles. Svíta nr. 2
Edouard Lalo: Fiðlukonsertinn Symphonie Espagnole
Einleikari: Páll Palomares fiðla
Stjórnandi: Bjarni Frímann Bjarnason
Tónleikarnir verða endurteknir í Langholtskirkju mánudaginn 7. júlí kl. 20.00.
 
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði nýtur stuðnings Fjallabyggðar, Tónlistarsjóðs, Menningarráðs Eyþings, Náttúruverndarsjóðs Pálma Jónssonar, Alliance Francaise, Franska sendiráðsins og WOW-air.

Athugasemdir

25.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst