Þjónustu- og upplýsingamiðstöð og safnahús í Ólafsfirði

Þjónustu- og upplýsingamiðstöð og safnahús í Ólafsfirði Líkt og flestum íbúum Fjallabyggðar er kunnugt er verið að gera breytingar á 3ju hæð í ráðhúsinu á

Fréttir

Þjónustu- og upplýsingamiðstöð og safnahús í Ólafsfirði

Af vef fjallabyggd.is

Líkt og flestum íbúum Fjallabyggðar er kunnugt er verið að gera breytingar á 3ju hæð í ráðhúsinu á Siglufirði í þeim tilgangi að sameina starfsmenn bæjarskrifstofunnar á einn og sama stað og munu þeir starfsmenn sem hafa haft aðsetur í Ólafsfirði flytjast í ráðhúsið nú í byrjun maímánaðar. Þrátt fyrir það leggur bæjarstjórn Fjallabyggðar áherslu á að áfram verði þjónusta - móttaka fyrir bæjarbúa, búsetta í Ólafsfirði, í núverandi húsnæði bæjarskrifstofunnar að Ólafsvegi 4 eins og verið hefur og þar geti þeir rekið sín mál. Sú þjónusta sem í boði verður er m.a.: 

· Deildarstjórar bæjarfélagsins munu vera með fasta viðtalstíma.

· Bæjarstjóri verður þar með fasta viðveru.

· Félagsþjónustan mun hitta sína skjólstæðinga á þessum stað.

· Fundaraðstaða verður til staðar fyrir nefndarfundi og önnur fundarhöld. 

· Önnur þjónusta svo sem þjónusta Vinnumálastofnunar, atvinnuleysisskráning og viðtöl við atvinnulausa mun fara þar fram.  

· Virk starfsendurhæfing og starfsendurhæfingar norðurlands verða áfram með óbreyttum hætti á staðnum.

Sjá nánar hér.


Athugasemdir

26.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst