Þór Breiðfjörð á leiðinni á Sigló. Á RAUÐKU, SIGLUFIRÐI: FÖS 14. JÚNÍ KL. 21:30
sksiglo.is | Afþreying | 13.06.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 286 | Athugasemdir ( )
Nú styttist í að sá mikli söng og leikari Þór Breiðfjörð mæti á Sigló.
Þór ætlar að vera með tónleika á Rauðku 14. júní klukkan 21:30 og ég hvet
alla til að mæta. Þar sem ég þekki nú pjakkinn aðeins og hef fylgst með honum síðan hann kom til landsins aftur eftir farsælan feril til
dæmis á West End þá held ég að ég geti fullyrt að þetta verða skemmtilegir tónleikar.
Margir fóru og sáu (reyndar tíundi hver íslendingur) Vesalingana í
Þjóðleikhúsinu fyrir stuttu síðan og þar fór Þór alveg á kostum og hlaut mikið lof fyrir frammistöðu
sína.
Þór var kosinn söngvari ársins á Grímunni árið 2012 og hefur hann haldið hverja
stórtónleikana á fætur öðrum eftir það og eftirspurnin eftir því að fá Þór á svið vægast sagt
mjög mikil.
Hann hefur meðal annars troðfyllt Hörpuna með tónleikauppfærslu af Vesalingunum, sungið með
Frostrósum fyrir jólin og svo söng í Eldborg á "„Yndislega eyjan mín“, tónleikum
tileinkuðum goslokum og Vestmannaeyjarlögunum, en samfara tónleikunum var gerð ný útgáfa af laginu „Minning um mann“ eftir Gylfa Ægis sem
Þór Breiðfjörð, Stefán Hilmars, Eyþór Ingi og Magni sungu saman og var það lag margar vikur á vinsældarlista Rásar
2.
Þór hefur ótrúlega breitt
raddsvið og mun svo sannarlega sýna það á tónleikunum.
Athugasemdir