Þorrablót hjá unglingadeild Grunnskóla Siglufjarðar
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 22.02.2010 | 07:00 | | Lestrar 469 | Athugasemdir ( )
Fimmtudaginn 18. febrúar var haldið þorrablót hjá unglingadeild Grunnskóla Siglufjarðar. Sökum þess að þorrablót var í vændum var ákveðið að hafa þennan dag “þemadag“ einnig og mættu nemendur og starfsfólk í ullarpeysum og ullarsökkum til skólans. Nemendur í matargerðavali og matreiðslu tóku sig til og útbjuggu þessar líka dýrindis veitingar, en meðal annars má nefna sviðasultu, rúgbrauð, flatkökur, rófustöppu og kartöflumús.
Þarna komu saman allir nemendur efra-skólahúss ásamt starfsfólki og má með sanni segja að skemmtunin hafi heppnast einstaklega vel. Einhverjir nemendur komu með hákarl og súrmeti með sér og að sjálfsögðu var einstaka hangiketssneið sjáanleg einnig.
Hefð er fyrir svona skemmtun á meðal nemenda í yngri deild og er stefnt að því að gera þennan viðburð að hefð einnig hjá unglingadeildinni.
Athugasemdir