Þröngsýni, þjóðernishyggja og strákastemming

Þröngsýni, þjóðernishyggja og strákastemming Ég ólst upp í landi þar sem það hefur þótt með eindæmum neikvætt að vera „pólitískur". Ráðningaskrifstofur

Fréttir

Þröngsýni, þjóðernishyggja og strákastemming

Signý Sigurðardóttir
Signý Sigurðardóttir
Ég ólst upp í landi þar sem það hefur þótt með eindæmum neikvætt að vera „pólitískur". Ráðningaskrifstofur hafa verið ófeimnar við að segja það upphátt hversu neikvætt  og viðkvæmt það væri fyrir umsækjendur starfa að leyfa sér að vera „pólitískir". Það hefur þó alltaf verið í góðu lagi að vera yfirlýstur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokknins og aldrei háð nokkrum manni á Íslandi svo vitað sé.  Það var þó aldrei sagt upphátt - við vissum það bara. Við höfum nú upplifað hvað svona dásamlega „ópólitískt" samfélag leiðir af sér.

Ég ólst upp í landi þar sem það hefur alltaf þótt sjálfsagt að ég væri tilbúin að greiða óhemju fjárhæðir fyrir það eitt að vera „sjálfstæð".  Hvað í þessu orði „sjálfstæði" felst hefur þó aldrei þurft að ræða frekar.

Við höfum nú upplifað hversu „sjálfstæð" við erum í raun og hversu dásamleg staða það er.

Ég ólst upp í landi sem „strákar" hafa stjórnað. Umræðunni , stjórnmálunum og fyrirtækjunum.

Við erum langt því enn búin að átta okkur hvert það hefur leitt okkur og virðumst á hraðri leið í sama farið.

Ég hélt um tíma að þetta altumvefjandi gagnrýnislausa samfélag sem strákarnir stjórnuðu og þar sem þú máttir bara hafa ákveðnar skoðanir væri að riðlast. Ég lét mér aldrei detta í hug að það kæmi aftur. Nú er sú skelfilega staðreynd runninn upp að ég upplifi gamla samfélagið komið aftur.

„Stákarnir" vaða uppi undir titlunum „sérfræðingar", ýmist hagfræðingar, lögfræðingar nema hvoru tveggja sé. Álit hvers og eins þeirra er tekið upp af fjölmiðlamönnum eins og þar sé um að ræða „SANNLEIKANN". Þáttum sem ætlað er að dýpka umræðuna gera álit hvers og eins þeirra að aðalumræðuefni. Samfélagið snýst um „álit" karlsérfræðinga dag eftir dag og við hringsnúumst dag hvern eftir þeirra „áliti" þann daginn. Ein skoðun í dag og önnur á morgun.

Mér líður stundum eins og ég sé að kafna. Kafna í þröngsýni, þjóðernishyggju og strákastemmingu.

Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst