Til hamingju með daginn

Til hamingju með daginn  Þann 19 júní árið 1915 fengu íslenskar konur kosningarétt til Alþingis. Það er því ekki enn komin heil öld síðan að við konur

Fréttir

Til hamingju með daginn

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir
 Þann 19 júní árið 1915 fengu íslenskar konur kosningarétt til Alþingis. Það er því ekki enn komin heil öld síðan að við konur urðum fullgildir samfélagsþegnar að þessu leyti. Árið 1881 fengu konur kosningarétt til jafns við karla í sýslunefndir bæjarstjórnir, hreppsnefndir og safnaðarnefndir. Árið 1922 náði fyrsta konan kjöri á þing.
 

 

 

 

http://martasmarta.blog.is/users/1d/martasmarta/img/c_documents_and_settings_llbmbh_my_documents_my_pictures_briet_bjarnhe_insdottir_vi_stofnun_kvenrettindafelagsins.jpghttp://martasmarta.blog.is/users/1d/martasmarta/img/c_documents_and_settings_llbmbh_my_documents_my_pictures_ingibjorgh_bjarnason.jpg


Þegar Alþingi var sett þann 7.júlí árið 1915 efndu Kvenréttindafélagið og Hið íslenska kvenfélag til hátíðar. Austurvöllur var skreyttur hinum nýja íslenska fána og 200 smámeyjar fóru fyrir skrúðgönguí gegnum miðbæinn. Alþingi var afhent skrautritað ávarp og þingmenn hrópuðu ferfalt húrra fyrir konum. Kvennakór söng á Austurvelli, Bríet Bjarnhéðinsdóttir og Ingibjörg H. Bjarnason héldu ræður. Ingibjörg tilkynnti í ræðu sinni að næsta baráttumál kvenna muni verða stofnun landsspítala. Árið 1930 hafði sá árangur náðst og Landsspílainn varð stofnaður.

Það voru sterkar konur sem ruddu brautina á þessum árum.  Í bókinni "Strá í hreiðrið" eftir Bríet Héðinsdóttir barnabarn Bríetar Bjarnhéðinsdóttur (sem kom fyrst út hjá Svart á hvítu árið 1988) er dregin upp mynd af lífi Bríetar, mestmegnis í gegnum bréfaskriftir hennar við börnin sín, Laufeyju og Héðinn, meðan þau voru við nám á erlendri grund.
 

Matthías

 

Nafni þjóðskáldsins séra Matthíasar Jochumssonar bregður oftar en einu sinni fyrir í bókinni. Hann var kvenhollur maður og var einn þeirra karlmanna sem studdi konur opinberlega í baráttu sinni fyrir auknu jafnrétti kynjanna. Í greininni "Um réttindi kvenna" sem hann skrifaði í Fjallkonuna segir hann í lokaorðunum eftirfarandi: "Á þessu landi hafa margir mikið þolað og strítt; sorgarómur liðinna alda ómar oss í eyrum eins hátt eins og hávaði samtímans...En bak við þann óm býr annar niður sem færri heyra en hinn; hann kemur frá byrgðum vörum kvenna."

Aldarhvöt eftir Matthías Jochumson:

Flýjum ekki, flýjum ekki,

flýjum ekki þetta land!

Það er að batna, böl að sjatna;

báran enn þó knýi sand! 

 


Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst