Tímarnir breytast.

Tímarnir breytast. Undirritaður hefur frá 16 ára aldri, með mislöngum hléum, unnið í um 35 ár á lóðinni sem upphaflega var kölluð „ríkið“, síðan SR lóðin.

Fréttir

Tímarnir breytast.

Undirritaður hefur frá 16 ára aldri, með mislöngum hléum, unnið í um 35 ár á lóðinni sem upphaflega var kölluð „ríkið“, síðan SR lóðin.
Athafnasvæðið SR lóðar „má muna sinn fífil fegurri“

Ávalt var þarna fylgst vel með öllum nýjungum á sviði síldarbræðslu. Allt frá því að Gísli Halldórsson verkfræðingur og framkvæmdastjóri, hóf sjálfur tilrunastarf tengt bræðslunni.
Þar má nefna byggingu hússins sem í dag hýsir Primex verksmiðjuna.
Það hús var byggt sem hráefnisgeymsla.

Mjög vel tókst til með aðferð þá sem hann lét síðar fram fara varðandi varðveislu hráefnisins, en ekki eins vel að koma hráefninu frá þrónum sem þar var geymt, en síldin varðveittist mjög vel þrátt fyrir margra vikna geymslu.  Síðar sinntu þeir Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri og Vilhjálmur Guðmundsson tæknilegur verfræðingur, þróunarverkefnum vel eftir, sem gerðu verksmiðjurnar á Siglufirði fullkomnustu verksmiðjur á landinu.

Síðan árið 1993 varð SR-Mjöl hf., til á lóðinni.
Félag sem gerði stórt og mikið framtak við uppbyggingu verksmiðjunnar árin 1989-2000, sem gerði verksmiðjuna á Siglufirði, að langfullkomnustu mjöl og lýsis verksmiðju landsins, þó víðar væri  leitað.

Síldarvinnslan Neskaupstað varð svo síðar eigandi verksmiðjunnar sem rekin var af þeim með sóma.
En bæði vegna breyttra áhersla á vinnslu uppsjáfarfiska, síld og loðnu, sem nú var farið að stórauka vinnslu, til frystingar og til manneldis, hrognatöku loðnunnar, svo og ekki hvað síst; veiðislóðir uppsjáfarfiska, voru orðnar all fjarri Siglufirði. Og alls ekki hagkvæmt að landa uppsjáfarfiski til bræðslu á Siglufirði.

Smellið á myndirnar, þá stækka þær. + aftur

Nú er komið að tímamótum. Í stað uppbyggingar bræðsluverksmiðja á Siglufirði, er niðurrif hafið.
Eins og vel kom fram í frétt og ljósmyndum hér á sksiglo.is,  sl. föstudag, þá er það verk langt komið.
Margir Siglfirðingar fylgjast með þessu niðurrifi með hálfgerðum trega.
Smellið á myndirnar, þá stækka þær.
   
En flestir hafa þó skilning á því að tímabil bræðsluverksmiðja á Siglufiðri er fyrir löngu lokið. Vonandi kemur eitthvað nýtilegt í staðinn. Ekki skortir hugmyndirnar um hvað gera megi við húsakostinn sem við þetta losnar.
En hugmyndirnar duga skammt ef ekki eru til peningar til að framfylgja þeim.

Ef ég ætti nokkra miljarða á lausu, þá mundi ég eyða þeim í kaup á húsakostinum, og koma mínum hugmyndum á framfæri. Bæði íbúum Fjallabyggðar (Tröllabyggðar eins og ég vildi kalla byggðina) sem og allri þjóðinni.

Við minnumst SR verksmiðjanna með söknuði. Og við sem eldri erum, geymum minninguna.

 Smá fróðleik um sögu mjöl og lýsisvinnslu á Siglufirði og víðar, má sjá hér.


Athugasemdir

15.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst