Tímaskekkja sem þarf að leiðrétta
Meiri birta - betra líf.
Nú liggur loksins fyrir Alþingi tillaga um að breyta klukkunni á Íslandi. Það er í raun furðulegt að ekki hafi verið fyrir löngu gerð þessi breyting til heilsubótar fyrir almenning. Kannski er það vegna þess að unglingar hafa ekki atkvæðisrétt.
Tímaskekkja
er í klukkunni á Íslandi sem þarf að seinka um klukkustund.
Rannsóknir hafa sýnt að líkamsklukkan fylgir gangi
sólar. Heilsufarsrannsóknir hafa einnig sýnt að ungmenni eru viðkvæmust
fyrir áhrifum þess að klukkan okkar er í ósamræmi við líkamsklukkuna.
Mjög margir verða orkuminni í mesta skammdeginu. Sjálf er ég ein að þessu fólki sem myrkrið tekur sinn toll af. Manni finnst þurfa meira átak til að framkvæma það sem maður gerir "með annarri hendi" á öðrum árstímum. Ómeðvitað fer maður sér eitthvað hægar og hefur færri járn í eldinum á meðan þetta mesta sólarleysi gengur yfir.
Eftir að hafa búið erlendis um árabil og flutt tilbaka heim í skammdegið finnur maður enn betur hverju þetta breytir. Að fara af stað út í starfsdaginn í björtu er einfaldlega betra lífVilja seinka klukkunni |
Athugasemdir