Töframaður á leið á Sigló.

Töframaður á leið á Sigló. Siglo.is hafði samband við töframanninn Einar Mikael og bað hann um að segja okkur aðeins frá því hverju við ættum von á frá

Fréttir

Töframaður á leið á Sigló.

tofrar
tofrar

Siglo.is hafði samband við Einar Mikael og bað hann um að segja okkur aðeins frá því hverju við ættum von á frá honum. Hann var ekki lengi að töfra fram nokkrar línur á skjáinn og sendi okkur þetta hérna fyrir neðan.

 

´´Mér hlakkar mikið til vera með alveg geggjaða sýningu fyrir alla á Sigló. Hef heimsótt Síldarævintýrið tvö ár í röð bæði með sýningu og námskeið og það var alveg magnað. Það er frábært að heimsækja Sigló það er alltaf tekið svo vel á móti manni á margar góðar minningar frá Siglufirði.´´

´´Ég lofa geggjuðu stuði og stemmingu á sýningunni það er troðfullt af nýjum atriðum og nokkrar heimsfrægar sjónhverfingar. Hvet alla til að tryggja sér miða og upplifa ógleymanlegt kvöld! ´´  

 

Heimur sjónhverfinga er frábær fjölskyldusýning sem er troðfull af mögnuðum sjónhverfingum drepfyndnum göldrum. 

Einar sýndi fyrir troðfullum Austurbæ 24 mars núna síðastliðinn það var rífandi stuð og stemming og áhorfendur voru sammála að þetta hafa verið ógleymanleg kvöld.

Meðal atriða verða heimsfrægar sjónhverfingar, þar á meðal þekkasta sjónhverfing fyrr og síðar þar sem kona er söguð í sundur. Einn heppinn áhorfandi úr sal fær að fljúga í lausu lofti, svo eitthvað sé nefnt, lifandi dýr verða á staðnum og svo framvegis. Einar er búinn að bæta inn nýjum atriðum sem aldrei hafa sést áður á Íslandi. Stærri sjónhverfingar sem hingað til hefur bara verið hægt að sjá í Las Vegas. 

Sýningin er undirbúningur fyrir heimsmet sem Einar Mikael stefnir á að slá seinna á þessu ári þar sem hann ætlar að framkvæma flestar sjónhverfingar á 3 mínútum. 

Jafnt ungir sem aldnir hafa gaman af þessari sýningu og ég hvet foreldra til að tryggja sér miða og mæta með börnin sín, því þetta er sannkölluð fjölskylduskemmtun.

Eftir sýninguna gefst fólki kostur á að kaupa ýmsa töfrahluti fyrir upprennandi töframenn. Einnig gefst gestum tækifæri á að fá mynd af sér með Einari töframanni og ekta Hogward töfradúfum. 

Sýningin er í Allanum 2. Maí og byrjar kl: 19:30. 

Miðaverð eru seldir við hurð 1.500 kr.

Meiri upplýsingar um sýninguna er hægt að finna inná www.tofrabrogd.is

 

Hérna er smá teaser fyrir sýninguna

http://www.youtube.com/watch?v=Syd3jEnAWPE


Athugasemdir

23.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst