Togarafélag Hafliðagutta
sksiglo.is | Almennt | 07.11.2014 | 12:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 277 | Athugasemdir ( )
Við drengirnir í Togarafélagi Hafliðagutta erum að undirbúa okkar
árlega Herrakvöld Kótelettufélags Hafliðagutta, - Kótelettukvöldið var haldið á síðasta ári í Turninum
nítjándu og mættu þá um 80 manns og margir hafa haft samband og forvitnast hvor ekki ætti að gera þetta aftur.
Nú verðum við með Herrakvöld í Turninum þann 4. desember n.k. og erum
við búnir að fá Ásmund Friðriksson matmanninn mikla og kótelettuáhugakall til að sjá um veislustjórn og síðan ætlar
Eiríkur Friðriksson að sjá um að kóteletturnar verði meðhöndlaðar á réttan hátt, engin fituskurður, þær
barðar á báðum hliðum, laukurinn steiktur í miklu smjöri og mikill sykur notaðar á kartöflurnar, rabbarbarasulta, rauðkál og
grænar Ora. Síðan skolum við þessu niður með Lybbis Kocteilávöxtum, ís og þeyttum rjóma, Malti og Appelsíni - Allt eins og
var gert í þá gömlu góðu daga.
Allur ágóði rennur til uppbyggingar félagsins og í smíði
á fleiri módelum af togurum íslendinga - Um miðasöluna sér gunnar@merkismenn - sími: 544 20 30
Athugasemdir