Út og Norđur. Tónleikar á Kaffi Rauđku í hádeginu
sksiglo.is | Almennt | 10.07.2014 | 10:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 226 | Athugasemdir ( )
Tónlistarmennirnir Skúli Jónsson og Einar Lövdahl leggja land undir fót dagana 10.-14. júlí til að trylla Tröllaskaga og nálægar sveitir með sveittri en notalegri nánd.
DAGSKRÁ
fim. 10. júlí kl. 12:00 - Siglufjörður, Kaffi Rauðka
fös. 11. júlí kl. 22:00 - Húsavík, Gamli Baukur
lau. 12. júlí kl. 15:00 - Akureyri, Eymundsson
lau. 12. júlí kl. 21:00 - Akureyri, Akureyri Backpackers
sun. 13. júlí kl. 15:00 - Byggðasafnið á Reykjum
FRÍTT INN Á ALLA TÓNLEIKA. Geisladiskar til sölu.
Einar Lövdahl er 23 ára tónlistarmaður sem sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu í byrjun ágúst 2013. Platan ber nafnið Tímar án ráða og inniheldur 10 lög og texta eftir tónlistarmanninn sjálfan.
Tónlist Einars hefur oft verið skilgreind sem létt indípopp með alþýðutónlistarkeim, vegna skýrra íslenskra texta. Nokkur lög af breiðskífunni Tímar án ráða hafa hljómað á öldum ljósvakans og jafnframt var platan útnefnd Plata vikunnar á Rás 2 í kjölfar útgáfu.
Nánar: www.facebook.com/lovdahlmusic
Skúli Jónsson er 26 ára músíkant. Undanfarin ár hefur hann verið forsprakki PORQUESÍ, sem hefur m.a. gefið út tvær plötur og leikið á Iceland Airwaves, en vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu sem er af talsvert öðrum meiði.
Lög Skúla eru hugljúf, drifin áfram af kassagítar og einlægum textum. Platan er væntanleg í lok sumars.
Á tónleikunum flytja listarmennirnir eigin lagalista með dyggri aðstoð hvor annars.
fim. 10. júlí kl. 12:00 - Siglufjörður, Kaffi Rauðka
fös. 11. júlí kl. 22:00 - Húsavík, Gamli Baukur
lau. 12. júlí kl. 15:00 - Akureyri, Eymundsson
lau. 12. júlí kl. 21:00 - Akureyri, Akureyri Backpackers
sun. 13. júlí kl. 15:00 - Byggðasafnið á Reykjum
FRÍTT INN Á ALLA TÓNLEIKA. Geisladiskar til sölu.
Einar Lövdahl er 23 ára tónlistarmaður sem sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu í byrjun ágúst 2013. Platan ber nafnið Tímar án ráða og inniheldur 10 lög og texta eftir tónlistarmanninn sjálfan.
Tónlist Einars hefur oft verið skilgreind sem létt indípopp með alþýðutónlistarkeim, vegna skýrra íslenskra texta. Nokkur lög af breiðskífunni Tímar án ráða hafa hljómað á öldum ljósvakans og jafnframt var platan útnefnd Plata vikunnar á Rás 2 í kjölfar útgáfu.
Nánar: www.facebook.com/lovdahlmusic
Skúli Jónsson er 26 ára músíkant. Undanfarin ár hefur hann verið forsprakki PORQUESÍ, sem hefur m.a. gefið út tvær plötur og leikið á Iceland Airwaves, en vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu sem er af talsvert öðrum meiði.
Lög Skúla eru hugljúf, drifin áfram af kassagítar og einlægum textum. Platan er væntanleg í lok sumars.
Á tónleikunum flytja listarmennirnir eigin lagalista með dyggri aðstoð hvor annars.
Athugasemdir